Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 50
52
FRAKKLAND.
sem Channong heitir, og nú hefir konungstign og nafn þegið
af umboðsmanni Frakka (hershöfðingjanum), eptir afsetning
Thoc-Uans. Herlið Anamsmanna dreifðist út um landið, og
hafðist við í ránum og gerði svo lengi allskonar usla, að her-
sveitir Frakka gátu lítið við gert. það var því eðlilegt, að um-
talsefnið í blöðum Frakka, á þingi og málfundum yrði leið-
angrarnir til Austurálfu, og það sem hjer var í sölurnar lagt,
eða allt sem þjóðveldið hefði haft fyrir landvinningum eða
nýlendueignum á Indlandi eystra og á Madagaskar. Menn
telja, að 8—9 þúsundir franskra manna hafi líf sitt látið í leið-
angrunum til Austurasíu, að þeim meðtöldum sem sjúkdómar
urðu að bana. Allir þeir sem utarlega stóðu i fylkingu vinstri-
manna á Frakklandi eða forustumenn þeirra á þinginu, t. d.
Clémenceau og fl., voru afar óvægir i dómum og ummælum
um leiðangrana og þá ráðherra, sem hjer höfðu mestu ráðið,
ausið út til ónýtis fje rikisins, rýrt mannafla þess og gert
þjóðina þar vanburða til varna, sem sízt skyldi, eða innan sinna
endimerkja, og svo frv. Auðvitað, að hjer var flest mælt til
Jules Ferry og hans ráðanauta. Hann tólc líka skorinorðast
til mótmæla bæði á þinginu og á ferðum sínum til fundahalda
i ymsum borgum. Aðalefnið í öllum ræðum hans var, að ný-
lendupólitikin væri Frakklandi nauðsynleg og hlyti að koma
þvi í sömu þarfir sem öðrum ríkjum, og þetta hefði þegar
margsannazt í Alzir, þar sem Frakkar ættu svo mikinn stofn
undir árangri og gróða. f>eir mundu og komast að sömu
raun á öðrum stöðum, og nýlendurnar mundu hafa í för með
sjer uppgang í verzlun og viðskiptum bæði við íbua landanna
sjálfra, og önnur lönd sem nærri þeim lægju. Hann vísaði
hjer til Englendinga, hverjar auðsuppsprettur þeir hefðu komizt
yfir i öðrum álfum, og minntist á kappkostun þjóðverja að feta
í þeirra fótspór. Hinu mundi hann sízt gleyma, að minna
landa sína, hver ósæmd þeim lægi við, ef þeir ljetu það ganga
úr greipum sjer, sem þeir hefðu svo mikið fyrir haft undir sig
að ráða. Hinir líta mest á kostnaðinn og segja enn, að
Frakklandi hafi veitt full erfitt áður að bera útgjöld sín, en
stjórn þess hafi varið 350 milliónum franka til að komast yfir