Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 15
ALMENN TÍÐINDI.
17
vetkmean og iðnamenn fjóðverja sjeu farnir að haga fjelags-
skap sínum og samtökum eptir fyrirmynd þeirra manna á Eng-
landi (Trades TJnions), og i þá stefnu muni áfram haldið. En
hjer rekur þá ekki að öðru miði í raun og veru, enn nú er
að stefnt á Jrýzkalandi, því iðnafjelög Englendinga ætla sjer
lika að ná tilhlýðilegri hlutdeild i löggjöfinni. Um sósíalismus
i öðrum löndum þykir oss ekki þörf að tala, en að því leyti
sem hans kennir á Hollandi og á Norðurlöndum, þá er mest
eptir f>jóðverjum farið, og allar likur til að afdrif hans verði
hin sömu og á jbýzkalandi, um leið og allt mun sækja í sama
far og þar, hvað samtök og sjálfbjargir verkmanna snertir.
Um byltiDgamenn.
I fyrirfarandi árgöngum þessa rits — og þá helzt í
hinum siðasta — er greint frá i hverja kreppu þeir eru komnir
í flestum löndum vorrar álfu, og að jafnvel Svisslendingar hafa
þótzt neyddir til að neita þeim um hælisvist á Svisslandi.
þeir hafa því sótt vestur um haf, og freistað — að dæmi
Fenia — að koma þaðan fram byltingaráðum sínum, einkum
frá Newyorlc, en átt hjer litlu gengi að fagna. |>eim hefir á
fundum lent í deilur og rifrildi við sósialista þar vestra, já,
sundurþykki við sjálfa Fenía — sem um tíma hafa hægt á sjer
og sagzt viija bíða og sjá, hvað Parnell og hans flokki ynnizt
á — og nú hafa þeir sjálfir deilzt í flokka, sem bannsyngja
hverir öðrurn undir sama heiptarlagi, sem þeir hafa kveðið um
auðmenn og aðra höfðingja þessa heims; Af helzta tilefni til
þessarar sundrungar er svo sagt, að menn hafa borið svika-
sakir á þá Most og vin hans, sem Köblin heitir. Hinn síðar-
nefndi var ritstjóri blaðsins «ZuJcun/t» i Fíladelfíu, en það
stofnað með hlutabrjefum, og hafði sóað þvi öllu, sem að hafði
goldizt. Hlutbrjefaeigendur þóttust hjer illa gabbaðir, og þetta
varð blaðinu að aldurtila. Lík bönd hafa borizt að Most
sjálfum, og nú þykir upp komið, að hann hafi skotið sumu í
sinn handraða, sem lagt skyldi i guðskistu byltingarmanna. f>6
2