Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 116
118
BALKANSLÖNDIN.
Sofíubúa — sótti jarl Dragómanskarðið og hrakti þaðan Serba-
liðið. Eptir það var litið um fyrirstöðu á leiðinni inn yfir landa-
mæri Serba, og Zaribrod og fieiri stöðvum náðu Bolgarar 23.
nóvember. þann 24. fór Serbakonungur fram á að stöðva
ófriðinn um stund, en jarl vísaði því af hendi, og kvazt ekki
vilja um vopnahlje semja fyr enn inn í Serbíu væri komið.
jþann 26. hjelt jarl með her sinu inn yfir landamærin og að
Pirot. Hjer var enn viðnám veitt daginn á eptir, en lauk við
það, að her Serba hrökk af þeirri stöð, og þann 28. hjelt
jarl innreið sina í borgina. þ>að var síðasta viðureignin í þessu
stríði, því nú gekkst Austurríki fyrir að skakka leikinn, eða
rjettara að láta honum lokið og hjer við lenda. Sendiboði
Austurríkiskeisara í Belgrad (höfuðkorg Serbíu), Khevenhuller
greifi, kom til herbúða jarls þann 29. nóv. og ljet hann vita í
nafni keisaraveldanna, að nú yrði staðar að nema, en vildi
hann halda lengra, þá mundi hann mæta herdeildum Austur-
ríkis, sem þegar voru á ieiðinni til Serbiu. Jarl sá, að hjer
mundi dýrt drottins orðið, og hefir víst ekki — heldur enn
Serbakonungur — við því samræmi búizt með keisaraveldunum,
og varð þvi að sliku að ganga sem heimtað var um stöðvun
ófriðarins, til þess er fullkomið vopnahlje yrði samið. Unz það
kæmist á, skipuðu fulltrúar stórveldanna fyrir um, hverjum
stöðvum hvorir mættu halda. Vopnahijeð var ráðið þann 21.
desember, og skyldi standa til 1. marzmán. f>ann 26. des.
hjelt Alexander jarl sigurinnreið sína i Sofíu, og var þar mikið
um fögnuð og dýrðir, sem i öilum borgum og um Bolgara-
byggðir bæði fyrir sunnan Balkan og norðan. Öðru var að
skipta um Serbakonung, þvi kalla mátti, að hann yrði huldu
höfði að fara, þegar hann kom heim til sinnar borgar, enda
var hjer ver farið enn heima setið. Serbar játuðu sjálfir, að
af þeirra liði hefði látizt í herförinni 2,600 manna, en sár og
örkuml fengið 4,300. Aðrir sögðu, að hjer mundi heldur
lítið i lagt. Vjer höfum sjeð haft eptir skýrslum Bolgara, að
þeir hafi látið 500 fallinna manna, en i særðra tölu voru 1803.
Friðarsamningarnir fóru fram í Búkúrest (höfuðborg Rú-
meniu), og komst loksins í kring í byrjun marzmán. þ. á., eptir