Skírnir - 01.01.1886, Page 47
ENGLA.ND.
49
einhver glappaskotin». 13. október spáði hann því sem fram
kom: «f>að er nú likast, að Khartum verði unnin, og það
hjerumbil í augsýn hjálparliðsins, því það ber nú of seint að,
ef það kemur!»
Mannalát. Vjer nefnum fyrstan frægan lindýrafræðing,
Gwyn Jeffreys að nafni, sem dó síðasta dag janúarmánaðar 76
ára að aldri. Höfuðrit hans er «British Conchology», og er
með ágætisverkum talið i þeirri fræði. Hann var frá Wales
og var stórættaður maður. — I aprílmálmánuði dó hinn elzti
af sjóliðhetjum Englendinga, Sartorius aðmirall, sem 1869
fjekk það æzta virðinganafn i sjóher þeirra, og það er: «Ad-
mirál of tlie fleet (foringi flotans)». Hann er fæddur 1790, og
var meðal sjóliða 11 ára að aldri. Hann var 15 ára gamall
í orrustunni við Trafalgar (þar sem Nelson fjell), og hafði
ekki meira enn fjóra um tvitugt, þegar hann fjekk kapteins-
nafnið. Hann var fyrir flota Portúgalmanna, þegar þeir ráku
Dom Miguel frá völdum, 'og stjórn þeirra gaf honum síðar
greifa nafnbót. — Vjer hefðum mátt nefna á undan honum
annan mann, Cairns lávarð, sem dó í byrjun mánaðarins, 66
ára að aldri. Hann hafði há embætti i ráðaneyti Derbys jarls
hins eldra, og síðar Beaconsfields. — 28. júlí dó mikill afbragðs
og mannkostamaður í Lundúnum, kominn langt á hundrað-
asta og fyrsta árið. það var Gyðinguriun Moí e s Montefiore.
Hann er fæddur i Livornó á Italíu, mægðist við einn Rotschild-
anna, og auðgaðist mjög á kaupskap sínum. Frá verzlun hvarf
hann að nokkrum árum liðnum og gaf sig allan við gustuka
og miskunarverkum, fyrirtækjum, samtökum og stofnunum
mannúð og mannkærleika til eflingar og framkvæmdar. Hann
var Gyðingum alstaðar frábærasti hjálpvættur, og fór hverja
lángferðina á fætur annari — til Palestínu (Landsins helga),
Rússlands, Róms, Tyrklands, Marokkó og fl. landa —* til að
ljetta af þeim raunum og böli, hvort sem það kom af hallæri,
drepsótt eða ómildri og harðýðgisfullri meðferð annara þjóða
eða höfðingja. En það var rangsleitnin, sem hann átti víðast
við að etja, og alstaðar var honum svo tekið og svarað —
hvort sem hann fann keisara, soldána eða páfann að máli —
4