Skírnir - 01.01.1886, Qupperneq 112
114
BALKANSLÖNDIN.
málinu til stórveldanna, friðargoðanna i Berlín, og kallaði hjer
sáttmála þeirra rofinn. þeim þótti vant úr að ráða, en auð-
vitað, að sendiboðar þeirra i Miklagarði gengu þó síðar til
funda með sjer og ráðagerða. Málið vandaðist þá stórum, er
bæði Serbar og Grikkir risu upp til handa og fóta, kölluðu
jafnvæginu raskað þar eystra, og kröfðust sjer til handa sam-
svarandi landauka, ef stórveldin vildu þola Bolgörum það land-
rán, sem hjer var framið. Vjer leiðum hjá oss að herma það
sem blöðin fluttu af undirtektum stórveldanna — svo sundur-
leitt sem það var flest —, en það er þó líklega satt, að keis-
araveldin hafi ráðið soldáni til að senda undir eins atfaralið
inn i Austur-Rúmelíu og kippa þar öllu í gamla horfið. Hvað
hjer hefir í Tyrkjann haldið hefir verið mörgum tilgátuefni, en
sennilegast þykir, að Englendingar hafi hvislað þvi að honum
sem á fundunum var ekki uppskátt látið. Rússakeisari varð
Alexander jarli hinn reiðasti, og svipti hann þeim foringja-
nöfnum, sem hann í heiðursskyni hafði hlotið í her Rússa, en
hinir rússnesku foringjar heim kvaddir frá Bolgarahernum.
Keisarinn var þá í Danmörk hjá tengdaforeldrum sinum, og tii
hans kom (úti á Fredensborg) sendinefnd Austur-Rúmela og
bað hann líta í náð og mildi á málstað þeirra. Keisarinn tók
máli þeirra ekki óvinveittlega, en tók hart á þeim atburðum
sem orðið hefðu, og sagði sjer einráðið, að halda Berlínarsátt-
málanum i fullu gildi. Hið sama endurtók v. Giers við sendi-
menn, og svo þóttust Rússar reka það allt aptur, sem- svo
margir höfðu getið til um ráð þeirra og undirferli á Balkans-
skaga. Af atförum Tyrkja varð ekki, en Alexander jarl hlýddi
svo áskorun soldáns, að hann hvarf á burt frá Rumelíu með
þær sveitir, sem honum höfðu þangað fylgt. Á fundum erind-
rekanna (þeir byrjuðu 5. nóv.) hjeldu Rússar fram uppástungu
sinni að hverfa öllu í sama lag, og því fylgdu bæði Austur-
ríkismenn og þjóðverjar, en hinir kváðu það viðurhlutamikið,
að ganga svo harðlega i gegn þjóðerniskvöðunum, er ella væru
látnar svo miklu ráða. þetta beinast upp hveðið af Englend-
ingum. tljer gerði hvorki að reka nje ganga, en nú komu
nýir garpar til sögunnar.