Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 84
86
SVISSLAND.
við mikinn atkvæðamun (meir enn 25,000). Menn segja sem
satt mun vera, að því meir lýðveldið nái að rótfestast, því
optar þurfi við stjórnlagabreytingum að hreifa. A Svisslandi
er líka staðfastlegt strið með sjerveldi og samveldi. Lögunum
vjek í samveldisáttina eptir sameining hinna þýzku ríkja, og
menn vildu gera þau alríkislegri enn fyr, t. d. þau sem litu
til landvarna, dóma, skólamála og svo frv. Af þeim toga
voru lögin spunnin um afnám dauðahegningar, og nýmælin frá
sambandsráðinu og þjóðarráðsdeildinni um yfirstjóra eða yfir-
umboðsmann fyrir alþýðuskólunum á Svisslandi. En það stóð
ekki á löngu fyr enn mönnum tók að snúast hugur að hinu
forna fari, og viðkvæðið hefir síðan verið, að vaka yfir sjálfs-
forræði fylkjanna, og svo þýtur þar enn í björgum. þar sem
um skólana ræddi má nærri geta, að klerkarnir kaþólsku
mundu fylla forræðis eða sjerveldisflokkinn, að kennsluráðin
gengi þeim ekki úr greipum. Að fám árum liðnum fór líka
að bæra á apturkipp, hvað dauðahegninguna snerti, og er það
til dæmis um hvikulleik alþýðuálitanna, að fylkisbúar í Ziirich
hafa þrisvar borið undir allherjaratkvæði að leiða dauðahegn-
ing aptur 1 lög, en með svo breytilegum lyktum: í fyrsta skipti
(1879) neikvæddu því 79 þús. manna móti 19 þús., í næsta
sinn játuðu 28,600, en nei sögðu 25,300, og í þriðja skipti
fór svo, að af 11 hjeruðum fylkisins voru 7 á móti lögleiðing-
ingunni, en með henni 4. — I haust eð var gengu nýmæli
fram við atkvæðagreizlu landslýðsins, sem lúta að takmörkun
brennivínsgerðar og brennivinsdrykkju. Lögin leggja svo háan
toll á innflutninga brennivínstegunda, að banni nálega nemur,
enn fremur skatt á brennivínsgerð, sölu og veitingar, f>ví
gjaldi skal skipt eptir fólksfjölda meðal fylkjanna, og stjórn
hvers um sig skal heimilt að fækka svo veitingastöðum (brenni-
víns), sem henta þykir. Nýmælunum fylgdu til framgöngu 15
fylki (214,693 atkv.) móti 7 (135,921 atkv.).
f>ess er getið i fyrra og fleiri árgöngum «Skírnis». að
stjórn Svisslendinga er farin að þreytast á því ónæði, sem hún
hefir haft af útlögum annara ríkja, og því aðkalli og ákúrum,
sem hún eigi sjaldan hefir mátt sæta fy'rir það, sem óstjórnar-