Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 150
AMERÍKA.
152
Barrios bana af knluskoti, og við það lagði lið hans á flótta
undan. Svo !auk þessu mikilræði, því forsetinn næsti treysti
sjer ekki til að taka það upp aptur.
Leiðarsundi Lesseps um Panamaeiðið skilar vel áfram, og
er gert ráð fyrir, að það'verði albúið 1889.
Brasilía.
Hjer voru í fyrra vor þrælar enn 1,300,000 að tölu, en
eptir ráðherraskipti, sem þá urðu, og þegar sá maður varð forseti
ráðaneytis keisarans, sem Saraiva heitir, voru þau laganýmæli
lögð fyrir þingið og samþykkt, sem skipa fyrir, að þrælahald
skuli með öllu af tekið á 13 ára fresti. J>að mun svo að skilja,
að þrælatölunni skuli skipt á þau ár, en ríkið greiðir þeim
lausnargjaldið sem þrælana eiga. Fyrir ungan mann (15 ára
og til tvítugs) skal gjalda 4500 krónur. þegar þrællinn er
yfir fimmtugt er gjaldið ekki meira enn 700 krónur. Kven-
gjald það lægra að tiltölu, að 25 nemur fyrir hvert hundrað.
Auðvitað, að þeir gera ríkinu fjesparnað, sem gefa þrælum
sinum lausn, og svo hlýtur dauðinn að eiga hjer sinn hlut að
máli.
A f r í k a.
liahomeh. Hjeðan er aldri annað enn Ijótar sögur sagðar.
Konungur er grönnum sinum versti hervikingur, og skjald-
meyjalið hans ytgjum grimmari þegar hann veitir þeim heim-
sóknir. Svo var af sagt í fyrra, að hann herjaði þar við
strönd, sem Porte Novo heitir, og hafði þaðan 1000 tnanna,
karla og konur, sem hann ætlaði til mannblóta heima hjá sjer,
því þau tíðkast enn i hans riki. Portúgalsmenn í Ivongó sönp-
uðu þá sögu, og sögðust hafa keypt 1200 af því fólki, sem