Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 123
TYRKJAVELDl.
125
fjórum «khalifum», sem hann hafði til valið, er Abdullah heitir.
Einn af þeim var Osman Digma, sem þrásótti borgirnar við
Rauðahaf og háði þá bardaga við Englendinga, sem sagt var
frá í «Skírni» í fyrra, en á að hafa fallið í orrustu við her-
sveitir Abessiniukeisara við Kufit, eigi langt frá Kassala,
Aðrar sögur hafa borið það aptur, en sá bardagi var í lok
ágústmánaðar, og eiga þar að hafa fallið 6000 manna af Súdan-
ingum. Mahdiinn nýi á að vera mesta höfuðkempa, en það allt
svo missögnum borið, sem sagt hefir verið frá honum og við-
skiptum við aðra höfðingja eða kynflokka þár syðra, að á engu
má reiður henda. En það mun þó áreiðanlegt, að þær
sveitir, sem Englendingar börðust við fyrir sunnan Assuan í
árslok (sjá Englandsþátt 25. bls.) hafi verið af her mahdisins
nýja. I boðan sinni til játenda Múhameðstrúar lýsti soldán
— eða «khalífinn» í Miklagarði — Achmed Mohammed «fals-
ara» og «ræningja», en það vopn ljet hann ekki á sig bita,
og svo mun hinum nýja mahdii fara, hvað sem annars á fyrir
honum að liggja.
Um fa.ll Gordons og varnarþrotiti í Khartum hefir sú leið-
rjetting fengizt á sögnunum, að borgin var unnin með áhlaupi
en eigi fyrir landráð. þar voru þá a'.lar vistir þrotnar, og
fólkið hafði lagt sjer um tíma til munns auk asnakjöts, hunda,
ketti og völskur. Gordon högginn til bana, þá er hann skund-
aði þangað sem sóknin var hörðust. Sagt að mahdisliðar
hafi brytjað niður í borginni 4000 manna.
Grikkland.
Ráðherraskiptin síðustu, og fl.; nokkuð af þingi. — Grikkir og stóveldin.
Ráðherraskiptin síðustu, sem getið var í fyrra, urðu þau
að Delyannis tók við af Tríkúpis, og hafði hann verið við
stjórrina í 3 ár, og var hjer eins dæmi, því stjórnarforsetum