Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 127
129
D a n m ö r k
Efniságrip: Samjöfnuður flokka. — Af þingmálum eða lokieysu. —
Fundahöld og sumar afleiðingar. — Banatilræði við Estrúp. — Ný bráða-
byrgðalög. — Verzlunarhagur og atvinnu. — Heimkoma frá austurströnd
Grænlands. — Af konungsgestum og kvonfangi Valdimars prins. — Mannalát.
Síðan í fyrra befir ástandið pólitiska ekki batnað, hitt
heldur. Pólitik Dana hefir seinustu árin staðið grunn, og í þing-
deilunum hafa þeir orkað mestu, sem hafa gert hana fastari í
leirnum, hinir minnstu — og þeir voru alltjend fáir — sem út
vildu stjaka. Hvernig á þessu stendur? Hjer eru til ymissa
róta að rekja. Vjer svörum því ekki til neinnar hlítar, en
biðjum lesendur «Skírnis» leyfis að svara svo hálft i gamni,
hálft í alvöru: f>að hefir farið nokkuð áþekkt með grundvallar-
lög Dana og með helgar ritningar; meðan menn trúðu á þau
og lifðu eptir þeim í einfaldleik hjartans, glöddust menn í trú
sinni á frelsið og af hennar ávöxtum. Grundvallarlögin voru
jafnt kastali konungs og þegna, beggja rjettindum jafnt borgið,
og engum datt annað i hug, enn að þeir ráðherrar ættu að
víkja fra stjórninni, sem ekki nytu jafns trausts af beggja hálfu,
þings og konungs. Meðan svo var trúað og lifað gekk þar allt
skaplega, með reglu og í friði. En þetta sakleysisástand stóð
ekki lengi. Lagamennirnir — og þeir höfðu etið mest af
skilningstrjenu — tóku að rannsaka ritningarnar, að þýða og
rita, og buðu fólkinu að bragða á eplunum. þau enn listileg
á að líta, og girnileg til fróðleiks, og til þeirra girugt tekið.
Nú fóru fleiri að þýða og útlista, og það fór hjer eins og í
streitu guðfræðinganna á fyrri og síðari timum, að kenning-
arnar kvísluðust, og kreddurnar stóðu byrstar hver mót annari;
og svo þeir ekki síður sem þeim fylgdu. þingstríð á sjer stað
í hverju landi, þar sem þingstjórnar nýtur við, en alstaðar
þykir í «úvænt efni» komið, þegar deilurnar varða rikislögin
sjálf, grundvöll þegnlegrar skipunar, vjeböndin utan um stjórn
9