Skírnir - 01.01.1886, Blaðsíða 76
78
SPÁNN.
bráðara við og gengu þegar á land um kveldið og settu þar
upp merkifána sinn, þrátt fyrir forboð hinna. "Við þau tiðindi
að austan varð öll höfuðborgin i uppnámi, og lýðurinn gerði
atsúg að höll hins þýzka sendiboða, braut gluggana og reif
niður skjaldarmerki þýzkalands. Slíkt háværi í flestum stór-
borgum á Spáni, en mótstöðumenn stjórnarinnar kenndu henni
um mest — og jafnvei konungi sjálfum. þeir menn og þjóð—
veldisliðar eggjuðu allir stórræða. Stjórnarforsetinn, Canovas
del Castillo, mun hafa haft mikið fyrir sjer, er hann líkti and-
vigi Spánar við þýzkaland við sýnasta feigðarflan, þar sem
landinu væri alls vant móti slíku ofurefli, og strandir þess lægju
of opnar og varnarvana fyrir stórdrekum og landgönguher.
Sendiboði Spánarkonungs flutti afsökunarbænir í Berlín fyrir
óraverk borgarlýðsins í Madríd, og var þvi vel svarað, enda
tók Bismarck í allt með mestu stillingu, og það var hann, sem
bauð Spánverjum að láta málið koma í gerð óvilhalls höfð-
ingja. þeir andæfðu um nokkra stund, en þágu loks boð
Bismarcks, þegar hann stakk upp á að taka Leó páfa 13da
til gerðarmanns. Páfinn skar svo úr þrætu þeirra, að eyjarnar
skyldu vera eign hins spánska ríkis, en bólfesta skyldi þar
þjóðverjum heimil og verzlun án tolla eða annara hapta.
Flestir báru mikið lof á Bismarck fyrir hóf og sanngirni, en
aðrir sögðu, að hann hefði heldur kosið uppihald konungs-
ríkisins á Spáni enn eign eyjanna — en því roundi sýnust
hættan búin, ef öðruvísi hefði farið. — Englendingar knúðu og
Spánarstjórn til samnings, sem heimilaði þeim sama rjett og
hlunnindi þar eystra.
Onnur þrautin stóð af kóleru, hinum illa vogesti Evrópu
á seinni árum. Hún byrjaði i maímánuði i hinum austlægu
fylkjum Múrcíu og Valencíu, og varð líka þar að mesta mann-
tjóni, þó víðast kvæði mikið að. Hjeðan sögurnar líkar og
frá Ítalíu í hitt eð fyrra. Fólkið varð hálfært á sumum stöð-
um, og i Madríd urðu verstu róstur, þegar fólkið fjekk að vita,
að kólera væri þangað komin. Annars gerði hún minna að í
höfuðborginni enn öðrum stöðum. Pestin hjelzt fram undir