Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 7
Frá uppvexti Jóns Signrðssonar. 103
hann vildi heldur fá tíu ónotayrði úr prófasti en eitt úr
maddömunni,
Þórdís var greiðug og ör á fé við fátæklinga, en
prófastur þótti nokkuð aðsjáll. Er sagt að honum hafi
einu sinni orðið að orði við [konu sína, er hún var að
víkja einhverju að þurfamanni: »Þú vilt gefa alt,
Þórdís«.
Jón naut hins mesta ástfósturs hjá foreldrum sínum
og föðurföður, en vandist snemma allri vinnu, eins og í
sveit er títt. Þegar hann var kominn undir fermingu, lét
.faðir hans hann fara með sér í verið og er til munn-
mælasögn um það, að fyrstu vertíðina hafi hann róið sem
hálfdrættingur á skipi föður síns í veiðistöðinni Bás í
Verdölum út við Kópanes og verið kallaður »Dala-«sýslu-
maður af skipverjum. En sú orsök mun hafa legið til
þess, að í fyrsta róðrinum átti hann að fá % hlut, en
þótti það of lítið og vék að því við formanninn, að hann
hefði unnið fyrir heilum hlut engu síður en hinir háset-
arnir. Sansaðist formaður loks á það og lét hann fá
heilan hlut1). Um vetur kendi faðir hans honum og þótti
snemma bera á því, að hann væri vel fallinn til náms,
einkar skilningsgóður og stálminnugur. Hann var góður
skrifari og skrifaði í tómstundum sínum ýmislegt fyrir
sveitunga sína, einkum almanök, og skrifaði þá oft fram-
an á þau stöku til eigendanna. Er þetta ein til Jóns
nokkurs Guðmundssonar bónda á Auðkúlu:
Almanaksins skrifuð skrá
skal árstímann vísa
sómamanni seggjum hjá
signor Jóni Kúlu á.
A uppvaxtarárum sínum var Jón glaðlyndur og jafn-
lyndur; er því við brugðið, hversu hann kom sér vel við
alla menn. Snemma bar þó á því, að hann var þéttur í
lund og fastur fyrir við hvern sem var að skifta._
Vorið 1829 hafði Jón lokið skólanámi í föðurhúsum.
‘) Eftir frásögn Odds yfirréttarmálaflutningsmanns Gíslasonar.