Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 110
206
Jón Sigurðsson sem stjórnmálamaður.
undir þetta, segir Jón Sigurðsson á öðrum stað, var sama
sem að ofurselja sig að fullu og öllu1).
Hvernig sem þetta mál því var skoðað, var það afar-
viðsjált og aldrei hefir legið nær á síðari árum, að þjóðin
tæki á sig innlimunarhelsið en þá, og það mundi hún, þ.
e. þingið, hafa gert, hefði Jón Sigurðsson ekki þá verið á
verði; þá sýndi hann hver hann var, og það þó við ramm-
an reip væri að draga, og þó margir af hans beztu flokks-
og fylgismönnum féllu frá, og því höfum vér orðið lang-
orðari en rúmið eiginlega leyflr um þetta mál, og verðurn
að minnast enn nokkuð gerr á það.
Nefndin, og í henni voru menn eins og Jón Guðmunds-
son ritstjóri, Jón Sigurðsson frá Gautlöndum, Halldór próf.
Jónsson, Arnljótur Olafsson og Benedikt Sveinsson, var
samdóma um það að aðhyllast frumvarpið með þeirri einni
breytingu að hækka tillagið að mun, og gjöra það að nokkru
leyti fast. Það þurfti því kraft til að hrinda skoðun, sem
7 nefndarmenn báru samhljóða fram (einn þeirra greiddi
þó atkvæði með Jóni Sigurðssyni), en þó lauk því svo að
málið var felt með 14 atkvæðum gegn 11, og af þeim 14
voru tíu bændur; sýnir það bezt, hve mikið traust Jón Sig-
urðsson hafði hjá alþýðu manna, að bændurnir skyldu
fylgja honum í þessu máli. í því voru andstæðir þeir
menn, sem áður höfðu fylgzt trúlega að í öllum frelsis og
framfaramálum þjóðarinnar, og hefði því mátt búast við
því, að bændurnir hefðu riðlast, en því fór fjarri, þeir
hópuðu sig í kringum Jón Sigurðsson. Það var heldur
ekki lengi að koma í ljós, að hann hafði ráðið til þeirra
úrslita, sem heppilegust voru, og eftirtíðin er í engum vafa
um, að það er satt, sem Jón Sigurðsson sagði eftir á, að
með þessu hafi verið forðað landsréttindum vorum við
miklum háska um sinn.3
Þessi úrslit málsins á alþingi urðu til þess, að Jón
Guðmundsson, sem hafði verið einn hinn ótrauðasti og
‘) Bréf bls. 408.
*) Ný Félagsrit XXV., bls. 149.