Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 10
106
Frá uppvexti Jóns Sigurðssonar.
Allan veturinn 1839—40 lá Jón rúmfastur fram á
vor. Var hann þá í rúminu að gera efniságrip fyrir
Visindafélagið danska af allskonar skjölum og skilríkjum,
er lutu að sögu Dana. Giat Páll ekki nógsamlega lofað
iðni og elju Jóns þessi ár, er þeir bjuggu saman; sagði
hann að Jón hefði þá haft allgóðar tekjur, en varið miklu
fé í hækur.
Páll Melsteð lýsti Jóni á stúdentaárum hans hér um
bil á þessa leið: »Hann var góður meðalmaður á hæð,
en dálítið álútur, fríður sýnum og mesta stúlknagull.
Hárið hrafnsvart, augun dökkbrún og óvenjulega fjörug.
Hann var skýrmæltur, en nokkuð fastmæltur«.
Aður en vér skýrum frá fyrstu afskiftum Jóns Sig-
urðssonar af þjóðmálum vorum, skal stuttlega drepið á
hinar nýju stjórnmálaskoðanir og frelsishreyfingar, sem
voru farnar að ryðja sér til rúms í Danaveldi og einkum
í Kaupmannahöfn um þær mundir er Jón kom þangað;
virðast þær smásaman hafa heillað hug hans eins og svo
margra annara þjóðrækinna, gáfaðra og framgjarnra sam-
tíðarmanna hans.
Júlíbyltingin á Frakklandi 1830 og þær nýju skoð-
anir um stjórnmál og þegnfélagsskipun, sem hún var
sprottin af, vöktu menn í Danaveldi eins og víða annar-
staðar í Evrópu af svefni deyfðar og áhugaleysis, sem
einvaldsstjórnarskipunin hafði fjötrað þjóðirnar. I Dana-
veldi gjörðu hreyfingar þessar fyrst vart við sig í Slésvík
haustið 1830, þegar embættismaður einn þar, er Uwe
Lornsen hét, gaf út dálítið flugrit: »Ueber das Verfass-
ungswerk in Schleswig-Holstein«. í riti þessu átaldi
hann einarðlega annmarka dönsku einvaldsstjórnarinnar
og krafðist sjálfsforræðis og sameiginlegrar stjórnarskrár
fyrir Slesvík og Holsetaland.
Friðrik VI. Danakonungur varð sem steini lostinn,
er hann las ritling Lornsens. Lét hann færa höfundinn
1 fangelsi og höfða mál á móti honum. En engu að síður
varð hann svo hugsjúkur út af ritinu, að eitthvað viku
eftir útkomu þess afréð hann að setja 4 ráðgjafaþing með