Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 167
Endurminningar um Jón Sigurðsson.
263
Eftir þetta sá jeg ekki Jón Sigurðsson fir enn í
Reikjavík sumarið 1865, er hann kom til þings. Jeg var
þá til heimilis í stiftamtmanshúsinu (nú stjórnarráðshús-
inu) hjá fósturforeldrum mínum, sem jeg aldrei gleimi,
Þórði háifirdómara Jónassen, er þá var enn í stiftamt-
mans stað, og konu hans. Þeir vóru hollvinir að fornu
fari, Þórður og Jón, þó að þeim kæmi ekki altaf saman
i stjórnmálum, og kom Jón brátt í stiftamtmanshúsið til
að heilsa. Man jeg það, að hann heilsaði bæði húsbænd-
unum og börnum þeirra og eins mjer með kossi, og varð
jeg þess var, að ungu stúlkunum var það ekki á móti
skapi, þó að slíkt tíðkaðist þá ekki framar í Reikjavik.
Rjett á eftir — mig minnir það væri sama kvöldið1) —
fluttu ungir mentamenn í Reikjavík Jóni kvæði, sem
Matthías Jochumsson hafði ort, og var þetta upphaf að:
Snillingur snjalli,
snild þína skildi
lofsælum leifa
ljóðstöfum þjóð.
Jeg var einn í þeirra hóp. Við söfnuðumst saman við
lærða skólann og gengum þaðan í skrúðgöngu niður að
húsi Jens ifirkennara Sigurðssonar (nú sölubúð Helga
Zoega), enn þar hafði Jón tekið sjer bústað hjá bróður
sínum. Við staðnæmdumst við húsdirnar, og kom Jón
brátt út á tröppurnar, enn Gunnar kandídat Gunnarsson,
síðar prófastur og prestur að Lundarbrekku, bróðir Tryggva
bankastjóra, hafði orð firir okkur og bað Jón hlíða kvæð-
inu. Síðan var kvæðið sungið, og að því búnu mælti Jón
til okkar nokkur þakkarorð. Það var í firsta skifti, sem
jeg heirði Jón Sigurðsson tala í heiranda hljóði, og er
mjer ræðan minnisstæð enn þann dag i dag. Agrip af
henni er í Þjóðólfi 4. júlí 1865, enn ekki getur sá, sem það
ágrip les, gert sjer nema óljósa hugmind um, hver áhrif
ræðan hafði á okkur hina ungu menn, flutt af Jóni Sig-
*) Jón kom til Reikjavíkur 30. júlí um morguninn og sama kvöld
var honum flutt kvæðið (gjá Þjóðólf 4. júli 1865).