Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 34
130
Frá uppvexti Jóns Sigurðssonar.
bað þess gætt, að í þeirri nefnd hefði verið embættismenn
einir, sem virtist hafa sett sér það mið frá upphafi, að
gjöra þingið sem líkast þingunum í Danmörku í stað þess
að fylgja fast fram boði konungs. Taldi hann að nefndar-
mennirnir í Reykjavík hefði bundið sig mjög svo smásmug-
lega við hina dönsku þingaskipun. Því næst átaldi hann
það, að þingið yrði of fáment, ef þar ætti einungis 20 þjóð-
kjörnir fulltrúar og 6 konungkjörnir menn setu. Ætlaði
hann að það gæti sakir fæðar sinnar trauðla orðið eins
göfuglegt og tignarlegt og það ætti að vera. Loks bar
hann við fullnaðarumræðu 8. september fram 3 breyting-
artillögur, sem hann rökstuddi ítarlega:
1) að engum sé leyft á alþingi að mæla á aðra tungu
en íslenzku,
2) að öllum er viJja sé leyft að hiýða á það er fram fer
á alþingi,
3) að á alþingi skuli vera 42 þjóðkjörnir fulltrúar.
Tvær fyrstu breytingartilJ ögurnar voru síðan samþyktar sem
»varaatkvæði«með örlitlum atkvæðamun,hinni þriðjuhrund-
ið. En sem »aðalatkvæði« var samþykt tillaga frá Orla Leh-
mann um, að þingið mælti með að frumvarpið fengi lagagildi
fyrst um sinn, en jafnframt, að alþingi yrði gefinn kostur á, er
það kæmi fyrst saman, »að hreyfa áliti sínu um breytingar á
tagaboðinu . .. og einkum um lagfæring á kosningarlögunum,
þá er þeim þætti við eiga«. Breytingaratkvæði íslenzku
fulltrúanna um að veita leiguliðum sem byggi á 20 hndr.
jörð eða meir var hrundið með töluverðum atkvæðamun.
Þessi niðurstaða á Hróarskelduþingi mátti teljast
miklu betri en menn gátu búist við, þegar þess er gætt,
að nefndin, sem sett var í alþingismálið, var í öllum aðal-
atriðum fylgjandi frumvarpi embættismannanefndarinnar
og konungsfulltrúinn örsted, sem átti mikið undir sér í
þinginu, hallaðist og eindregið á þá sveif. En hverjum var
það þá að þakka að málið hlaut þessi úrslit og breyting-
artillögur Balthazar Christensens og Orla Lehmanns kom-
ust að? Það er óhætt að fullyrða, þótt ekki sé unt að leiða
rök að hverju einstöku atriði í þessari viðureign, að úrslit