Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 63
Vfsindastörf Jóns Sigurðssonar.
159
í sjálfu sér greinileg vel, en hér fylgdi sá annmarki að
blekið hafði ekki verið gott og hafði snemma upplitast,
svo að letrið var víða orðið mjög dauft; þess vegna hafði
Brynjólfur biskup fengið mann, sem var talinn vel læs á
forn skrif og allgóður ritari eftir því sem þá gerðist, til
að draga ofan í letrið og skýra það alt upp þar sem daui-
ast var; það var Sigurður lögmaður Jónsson. En þetta
skyldi aldrei gert hafa verið. Sigurður hefir oft lesið
frumritið rangt og því skrifað rangt ofan í það; sumstað-
ar sjást upphaflegu drættirnir við hliðina á þeim nýju, og
dugar það nokkuð. Jón hefir nú reynt að lesa og lagfæra
það sem auðið var, en oftast er ómögulegt að sjá, hvað
upphaflega hefir staðið; því að nýja letrið þekur það og
hylur gersamlega. Þó má stundum geta sér til þess eftir
efni og frumteksta. Hefði ekki þessi ofanídráttur átt sér
stað, hefði Jón lafhægt getað lesið alt saman, þótt máð
væri; svo var sjón hans skörp, sem áður var getið.
Þar með var sagnaútgáfum Jóns lokið; hann var nú
kominn á fimtugs aldur og hafði mörgu öðru að gegna.
A þessum árum hafði hann og tekið þátt í ýmsum
öðrum verkum. Handritaskýrslan hefir verið nefnd. Hann
leiddi skjalasafn Arna framm úr gleymsku og skip-
aði því öllu og gekk frá því eins og það er nú; hann
hjálpaði C. C. Rafn með útgáfu alls þess, er finst í forn-
ritum urn fornsögu Rússa (Antiquités Russes 1850, 1852)
og fleira mætti telja.
Eitt af aðalætlunarverkum Arna-nefndarin nar
var það að gefa út fornrit á kostnað Arnasjóðs. Fyrst
framan af gekk nokkuð skrykkjótt með útgáfurnar og á
ekki við að fara frekar út í það hér. Hin mikla útgáfa
Sæmundar-eddu, er byrjuð hafði verið 1787, var fullbúin
1828, en ekki hafði hún verið eiginlega kostuð af Arna-
sjóði. En þá skömmu á eftir hefir komið til skrafs og
ráðagerðar að gefa út Snorra Eddu, og var í það
ráðist áður en Jón kom til sögunnar, en þó varð sú reynd-
in, að það varð hann, sem átti mestan þátt í útgáfunni;
Sveinbjörn Egilsson þýddi allan aðaltextann á latínu og