Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 149
Jón Sigurðsson og Bókmentafjelagið.
245
því að láta það bera ábirgð á riti, sem aðallega fjekst
við landsmál. Hann sá fram á, að slíkt gat orðið stór-
hættulegt eftirdæmi firir framtið fjelagsins, ef stjórn þees
kæmist í ómildra hendur.
Hins vegar fann Jón Sigurðsson sárt til þess, er hann
ritaði um landsmál, að þar vantaði að miklu leiti áreið-
ajilegaa grundvöll til að biggja á, af því að um þessar
mundir vóru engar stjórnarathafnir gerðar almenningi
kunnar og engar skírslur um landshagi gefnar út. Merki-
leg í þessu efni eru orð Jóns í formálanum firir 3. ári
Nírra Fjelagsrita: »Eigum vjer og því heldur von vor-
kunsamra dóma, sem málin eru vandameiri og marg-
brotnari og vjer höfum víða orðið að biggja á því, sem
vjer höfum safnað sjálfir eða getað fundið, vegna þess ekkert
er auglíst af því sem fram fer i stjórnarskipun Islands, og
enn síður neitt af brjefum ifirvalda landsins til stjórnarráð-
anna eða skírslum þeirra og álitsskjölum, hversu merkileg
málefni sem um er að rœða«. Jón sá glögt, hve afarmikla
pólitiska þíðing þetta atriði hafði, því að það mun altaf
reinast eitt hið besta aðhald á hverri stjórn sem er, að
athafnir hennar sje gerðar heirumkunnar. Þetta aðhald
vantaði algerlega hjá oss um þessar mundir, og var það
þó því nauðsinlegra þá, sem alþingi hafði að eins ráð-
gjafaratkvæði, sem stjórnin þurfti ekki að sinna fremur
enn hún vildi, og ekkert fjárveitingarvald til að sveigja
stjórnina eftir vilja sínum1). Auðvitað var það skilda
stjórnarinnar sjálfrar að sjá um birting gjörða sinna, enn
hún var áhugalaus um málefni Islands og vildi ekki bæta
á sig þeim störfum, sem útgáfa Stjórnartíðinda og Skírslna
um landshagi höfðu í för með sjer. Þá kom Jóni Sigurðs-
sini til hugar að bjóða stjórninni að taka af henni starfið
og láta Bókmentafjelagið taka það að sjer. Þessu gat
stjórnin ekki vel neitað sóma sins vegna, þar sem ráð-
') Sbr. Minningarrit Bmf. 50. bls. Þar segir J. S.: „Nú var þörf-
in til þessa orðin enn þá brinni, síðan alþingi var sett og reinslan hafði
sínt, að alþingismenn vántaði allar almennar skírslur um hagfræði lands-
ins og um alla löggjöf og stjórnarathöfn á landinu.