Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 87
Vísindastörf Jóns Sigurðssonar.
183
stakra manna, sem við bregða hér og hvar. Stjórnarsag-
an gengur í að segja nöfn konunganna og sendimanna
þeirra, og hvenær þeir hafi komið og farið, en enginn
getur um, hvað þeir hafi gert, nema það væri einhver
býsn eða hégómi, sem leiddi höfundinn til þess«. Þetta
er alt hverju orði sannara. Þetta er lýsing á bókment-
um íslendinga, á söguritun þeirra (á nefndu tímabili) og
— á Jóni sjálfum. Hann sýnir hér, að hann vissi, hvað í
sögu Islands og bókmentasögu átti að standa.
Það er fögur mynd af Jóni Sigurðssyni, sem verk
hans sýna oss. Útgáfur hans standa enn í dag, og vegna
hvers? Vegna þess að hann las rétt, skrifaði upp áreið-
iega, var allra roanna bestur prófarkalesari; athugasemd-
ir hans studdar fróðleik og fullar af fróðleik, og í hvern
stað áreiðanlegar; hann sletti ekki fram ágiskunum út
í loftið, sem engan grundvöll höfðu eða stað, og sagði og
skrifaði yfir höfuð aldrei neitt sem hann ekki gat staðið
við. Svo skrifaði hann hugsunarrétt og skipulega, og
umfram alt ljóst, svo að aldrei bar fölska á. Alveg sama
er að segja um ritgjörðir hans. Jón er mótsetning við
Guðbrand Vigfússon, sem var mesta hamhlevpa til vinnu
sem Jón, iðinn líka sem Jón, en hann hirti ekki um eins mikla
nákvæmníog athygli í smámunum, og hann var ekki ragur á
að hrófia upp getgátum og ósönnuðum setningum, sem enga
þýðingu hafa fyrir neinn nema. þann, sem gleypir alt
með trúarinnar augum. Og fvrir vísindin hefir slíkt lítið
gagn. Bestar voru þær ritgjörðir og útgáfur Guðbrands,
sem hann fekst við svo að segja undir handarjaðri Jóns.
Jón Sigurðsson var einn af þeim mönnum, sem ósjálf-
rátt og án þess eiginlega að vita það sjálfir hafa áhrif,
víðtæk og djúp, á þá menn, sem þeir eiga raök við, vinna
með og hafa samkvæmi við. Þar til studdi hvorttveggja,
hinir andlegu yfirburðir hans, ró og dagfar alt, og svo líka
hans líkamlegu yfirburðir, þessi hinn fagri, þrekni líkami,
einkennilegi svipur, ekki laus við hörku á brún en með
dálitlu brosi í hægra munnviki, eins og mynd hans sýnir,