Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 174
270
Endurminningar um Jóu Sigurðsson.
og þaðan þú flitur, vor forseti, Jón,
oss fjölþreiða kveðju af sævi.
Þitt andlit oss minnir a áanna grund,
oss /slenskan færir þú blæ ifir sund.
Þv/ augun þín björtu, þau brosa svo hlí
sem bládjúpar tjarnir á heiðum.
Þeim speglar þinn djúpfróði andi sig í
und augnabrám hvelfdum og breiðum.
Þeim sást þú að rjettindi Island sjer á,
sem enginn skal hrekja nje traðka nje smá.
Og sjáir þú íslandi eitthvað sje gert,
í ásmegin færist þú stirkvan.
í filkingar broddinum fremstur þú ert
að fæla burt óstjórnar mirkvann.
Þá brenna þín augu sem eldg/gar tveir,
og okkur i dimmunni ljós bera þeir.
Og hrímið hið hvíta á höfði þjer gljár
sem haustmjöll á Glámufjalls bungu.
Það talar um starfsöm og eljurík ár
með erfiði hörðu og þungu.
A hvirfli hins aldraða merkismans
er mjöllin hinn dírasti lárviðarkrans.
Yjer þikjumst ei útlagar ættjörbu fjær,
því ísland er hvar sem þú dvelur,
þú riddari íslands, sem ert oss svo kær
og eikonan vaskastan telur.
Vjerdrekkumþittminni, Jón Sigurðarson —
vor saga í nútíð og framtíðar von.
Sumarið 1879 sá jeg Jón Sigurðsson í síðasta sinn,
áður enn jeg fór alfarinn heim til íslands frá Kaupmanna-
höfn. Jeg fór þá heim til þeirra hjóna til aðkveðjaþau.
Mjög var honum þá gengið frá því, sem áður var, enn
þó var andlitsfallið enn hið sama og svipurinn, og jeg man,
að það eins og lifnaði ifir honum, þegar hann bað mig
að skilnaði, með sínu einkennilega hlíja brosi, að bera Is-