Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 25
Frá uppvexti Jóns Signrðssonar.
121
stofn skóla handa sjómönnum og öðrum þeim sem vilji
læra hið nauðsynlegasta, er hver maður þurfi að vita1).
Eins og að líkindum lætur vöktu greinar þessar, sem
birtu8t í einhverju hinu helzta og fjöllesnasta dagblaði
Kaupmannahafnar um þessar mundir, töluverða eftirtekt
á högum og verzlun Islands. Sést það bezt á undirtekt-
um ýmissa danskra fulltrúa undir hið opna bréf »hvar
með kaupmönnum á Islandi fyrirbýðst að hafa útsölu á
fieiri en einum stað m. m.«, er stjórnin lagði fyrir þingið
í Hróarskeldu sumarið 1840. Eftir nokkrar umræður var
frumvarpið samþykt með 54 atkvæðum gegn 9 og síðar
afgreitt sem lög (opið bréf 7. apríl 1841).
Af bréfum Jóns Sigurðssonar sumarið og haustið 1840
sjáum vér glögt, hve honum hefir verið ríkt í skapi að
koma fram umbótum á verzluninni. Hann biður þá Pál
sagnfræðing Melsteð og Gísla lækni Hjálmarsson aftur
og aftur að safna og senda sér skírteini um verzlunina
og gangast fyrir að skrifaðar verði bænaskrár um »fult
verzlunarfrelsi«, og í bréfi til Páls Melsteðs 29. sept. 1840
farast honum þannig orð um verzlunarmálið: »Nú ríður
á, að menn haldi saman, ef nokkru þykir varða um
málið, því ekki er þar að óttast neinn, allra sízt nú sem
stendur. Þetta er mál sem Islendingar hljóta að vinna,
ef þeir vilja og nenna«.
En Jón Sigurðsson sá sem var, að meira þurfti að
gera, ef duga skyldi, en að hreyfa áhugamálum Islend-
inga i dönskum blöðum. Það varð að vekja áhuga þeirra
sjálfra á málunum, skýra þeim frá undirtektum þings og
stjórnar Dana og um fram alt að glæða þjóðarandann og
þjóðarmetnaðinn. Fyrsta viðleitni Jóns í þá átt var þýð-
ing og útgáfa hans og annara íslenzkra námsmanna af
köflum þeim úr »Roskilde Stændertidende«, er ræddu um
íslenzk mál. I bréfi til Gísla læknis Hjálmarssonar 8.
*) Utdráttur úr flestmn greinum þeim sem nú voru taldar er tek-
inn upp í Frétt.ir frá fulltrúaþingi í Hróarskeldu, Kaupmannahöfn 1840,
9.—16. bls., en sumt er þar burtu felt, sem hér er tekið upp, og höf.
er ekki getið.