Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 158
254
Jón Sigurðsson og Bókmentafjelagið.
frá íslandi af Hafnardeildinni. önnur og þriðja vóru
áskoranir til stjórnar Reikjavíkurdeildarinnar að skrifa
öllum umboðsmönnum hjer á landi og biðja þá borga til-
lög þau, sem þeir tæki á móti, til Reikjavíkurdeildarinnar,
og í annan stað að skora á stiftamtmann að hlutast til
um, að sömu deild irði sendur helmingur þess opinbers
stirks og gjafa, sem fjelagið fengi árlega og Hafnardeildin
hafði ein notið þangað til. Firsta tillagan, um lagabreit-
inguna, gekk fram með 19 atkvæðum gegn 10, enn hinar
tillögurnar urðu ekki firir neinum mótmælum og vóru
því taldar samþiktar án atkvæðagreiðslu. Samkvæmt
þessu skrifaði stjórnin öllum umboðsmönnum á íslandi
24. júlí 1872 og bað þá greiða eftirleiðis til sín eigi að
eins tillög fjelagsmanna, heldur og andvirði seldra fje-
lagsbóka, sem ekki var tekið fram í fundaráliktuninni.
Hins vegar sjest ekki, að stiftamtmanni hafi verið skrif-
uð sú áliktun, sem hann snerti. Líklega hefur forseti leit-
að húfanna við hann munnlega og fengið afsvar. Tveim
dögum síðar enn brjefið til umboðsmanna er dagsett (26.
júlí), kunngjörir stjórnin Hafnardeildinni áliktanir fundar-
ins; er þar einnig bætt inn í fundaráliktunina, sem snerti
umboðsmennina, hinu sama sem bætt er við í brjefinu til
þeirra, og áliktuninni um að skora á stiftamtmann er
alveg slept, og ekki er það tekið fram, að stjórnin hafi
framkvæmt áliktunina um að skrifa umboðsmönnunum1).
Að vísu var Reikjavíkurdeildinni full vorkunn, þó að
hún vildi ná undir sig meiru af tekjum fjelagsins enn
þessu litla broti, sem hún hafði. Enn þessi aðferð, að
fara svona á bak við sisturdeildina að umboðsmönnum
hennar, áður enn fullreint var, hve miklar tekjur hún
mundi vilja láta af hendi rakna góðmótlega, þessi aðferð
var bæði ónærgætin og óviturleg. Jóni Sigurðssini sárn-
aði þetta mjög, sem von var. Hann miiinist á það í
brjefi til Jens bróður síns, 26. sept. 1872 og segist »ekki
einu sinni vilja svara síðasta brjefi deildarinnar, því jeg
finn þar ekki heila brú í«. Þá andmælir hann sumum
‘) Tekið eftir Fundabók og Brjefabók Rvd.