Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 173
Endurcninningar um Jón Sigurðssofl. 269
ens verra. þá var til kvaddr sá maðr er jóan hét ok var
virðinga nafne kláða konungr kallaðr.a) ok dugðe eigi at
heldr. þá tók búandenn sér kníf í hönd ok hét á enn
helga Þorlák biskup ok tók at skera allan fénaðenn kláð-
oga ok eignaðe hann allan þessom Goðs dýrlinge. Enn
jafnskjótt ok hann hafðe eina sauðkindena á háls skoret
þá lifnaðe önnor í hennar stað úkláðig. ok hófo sotan
lofjarm enom sæla Þorláke biskupe til dýrðar«.
Jeg hef sagt frá þessu svo greinilega, af því að við
urðum þess varir, eftir að jartein þessi var upp lesin, að
heiðursgesturinn, Jón Sigurðsson, þiktist við og hjelt að
hjer væri sveigt að sjer sem firverandi erindreka í kláða-
málinu, þar sem nefndur var Jón kláðakóngur. Þó tókst
okkur með nokkrum erfiðismunum að sannfæra hann um,
að því færi fjarri. Sló hann þá öllu í gaman og skemti
sjer, að því er virtist, vel með okkur um kvöldið.
Arin sem jeg var í Kaupmannahöfn var það altaf
siður Islendinga að halda Jóni Sigurðssini veislu, þegar
hann kom heim af þingi, og svo var gert 1877, síðasta
þingár hans, þegar hann kom til Hafnar. Veislan stóð
5. október, og orti jeg við það tækifæri nokkrar vísur
firir minni hans. Það kvæði er nú löngu gleimt, og varla
þess vert, að því sje haldið á lofti — jeg hef aldrei
skáld verið. Enn af því að það verður að teljast með
endurminningum mínum um Jón Sigurðsson og lísir satt
og rjett skoðun minni á manninum, þá læt jeg prenta
það hjer:
Vjer þreijum hjer útlagar ættjöröu fjær —
til Isalands hugur vor rennur,
þar jökullinn mjallhvítur skautar svo skær,
og skínandi Heklufjall hrennur,
og fiskivötn brosa við blessaöri sól,
þeir björtustu speglar, sem náttúran ól.
Vjer elskum þig brennheitt, vort ískalda Frón,
með eldgígum, vötnum og snævi,
2) Þ. e. Jón landritari.