Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 162
258
Jón Sigurðsson og Bókmentafjelagið.
sonar tóku að þverra, svo að hann gat ekki sjeð um fje-
lagsstjórnina sem skildi, var Sigurður kosinn varaforseti
(21. sept. 1878), því að hann var öllum hnútum kunnug-
astur, og annaðist hann síðan um stjórnina, þangað til
Jón andaðist, og var eftir það kosinn forseti í hans stað,
því að menn áttu ekki völ á neinum öðrum, sem væri
líklegri til að halda stjórninni áfram í anda Jóns Sig-
urðssonar.
Brjef Jóns Sigurðssonar bera þess víða vott, að hann
sat sig ekki úr færi að hvetja vini sína, bæði innan lands
og utan, til að stirkja Bókmentafjelagið1).
Jeg vona, að mjer hafi tekist að gefa mönnum nokk-
urn veginn greinilega hugmind um starf Jóns Sigurðs-
sonar flrir Bókmentafjelagið. Merkilegt er, að það má
nokkurn veginn reikna út í tölum, hve miklum tíma hann
varði í þarflr fjelagsins, meðan hann var forseti. í brjefi
til alnafna síns á G-autlöndum, dags. 29. júlí 1863, segir
hann: »Afgreiðsla Bókmentafjelagsins tekur mjer nærri
tvo mánuði á vorin að miklu leiti«2). Mun því varla of
mikið í lagt, þó að vjer gerum, að til afgreiðslunnar hafi
gengið 1 3 */4 mánuður á ári. Jón tók við forustu Hafnar-
deildarinnar, þegar hann kom til Kaupmannahafnar haust-
ið 1851, og hafði hana á hendi til dauðadags, 7. des. 1879,
eða í rúm 28. ár. Enn sleppum síðasta árinu, frá 21.
sept. 1878, þegar Sigurður L. Jónasson var kosinn vara-
forseti, því að úr því mun Jón lítið hafa getað unnið firir
fjelagið8), og gerum, að Jón hafi starfað sem forseti í 27
ár. Verður þá niðurstaðan sú, að Jón hafi varið 47 V4
‘) Sjá t. d. Brjef J. S. útg. 8.-9., 18., 18.^19., 209., 300., 304.,
348., 350., 355., 412., 455 , 540. bls. og víðar. í brjefum til Konráðs
Maurer’s og Guðbrands Yigfússonar biður hann þá mæla með fjelaginu
á Þískalandi og Englandi (Brjef J. S. 247. og 390. bls.), og mikil raun
var bonum að því, þegar Guðbrandur vinnr hans sagði sig úr fjelaginu
(s. st. 534. bls.).
2) Brjef J. S., útg. 340. bls.
s) Sjá ræðu Sigurðar L. Jónassonar í Skírsl. og reikn. 1878—1879,
IV. bls.: „Þjer, sem völduð Jón Sigurðsson (á fundi Hd. 21. sept.