Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 65
Visindastörf Jóns Sigurðssonar.
161
Snorra Eddu sjálfrar (Uppsalabók) og þar að auki í einu
aðalhandriti Heimskringlu Snorra (Kringlu), og er lengra í
öðru en hinu. Utgáfunni skyldi fylgja »skýring«, þ.
e., æ f i s a g a hvers skálds og grein fyrir skáldskap hans.
Þetta var mikið verk, skáldin eru mörg — næstum hálft
annað hundrað — og það, sem um þau má segja eða vita,
er á víð og dreif í sögunum og öðrum fornritum. Þessu
varð öllu að safna fyrst. Það gerði Jón og er safn hans
alt til. Eftir það samdi hann æfisögur skáldanna. En
hann lauk aldrei verkinu og dó frá því ófullnuðu;”það
sem þá var til svo að segja fullprentað var gefið út 1880
sem fyrri partur 3. bindis. Annar maður helt verkinu
áfram og var því lokið 1887; en hann hafði góða hjálp
af safnseðlum Jóns.
Þess var áður getið, að Jóni Sigurðssyni var snemma
falið að safna til Regesta diplomatica. Þetta hefir honum
verið næsta kærkomið, þvi að um leið fekk hann hið besta
tækifæri til að safna og rannsaka skjöl, er snertu
Island og sögu þess. Hvort sem hann hefir haft huga
á því þegar frá öndverðu eða ekki, þá er það víst, að
hann hafði byrjað að safna og rita upp íslensk skjöl,
og skjöl er snertu ísland, þegar fyrir 1844; það ár segist
hann hafa safnað til íslensks fornbréfasafns (Diplomatarium
Islandicum) í mörg ár. I formálanum fyrir 1. bindi I s -
lenzks fornbréfasafns (gefið út af Bókmentafé-
laginu 1857—76) skýrir Jón, sem einn annaðist útgáfuna
að öllu leyti, fyrst frá þeim söfnum, er bréfa- og skjala-
von var, og síðan frá útgáfuaðferðinni. Hann segir svo
frá sjálfur: »Til þess [að fullgera safnið sem mest, áður
en prentað væri] hafa verið rannsökuð öll þau söfn, sem
fyrir hendi voru og að varð komist, svo prentuð sem ó-
prentuð, og búið til eftir þeim registur yfir öll þau bréf
og skrár, sem fyrir hendi voru og umtalsmál var að taka
í safn þetta. Hvert skjal er sett sér á blað eftir tíma-
röð, með þeim athugasemdum, er þurfa þótti.« Eins og
sjá má af síðari bindum safnsins hefir safn Jóns komið
útgefanda þeirra í góðar þarfir. En Jóni' auðnaðist sjálf-
ll