Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 171
Endurminningar um Jón Sigurðsson.
267
átt í Höfn enn kvöldin, sem þeir vóru hjá Jóni Sigurðs-
sini og konu hans.
Þegar jeg kom til Hafnar, var þar fjelag meðal ís-
lenskra stúdenta og nokkurra eldri manna, sem nefndist
»Atgeirinni< og miðaði til að stiðja Jón Sigurðsson í stjórn-
arskrárbaráttunni og sjerstaklega að halda uppi svörum
firir stefnu hans í útlendum blöðum. Jeg gekk í þetta
fjelag. Af eldri mönnum, sem í fjelaginu vóru, man jeg
best eftir Ásgeiri kaupmanni Ásgeirssini hinum eldra
(föður Ásgeirs etatsráðs Ásgeirssonar), aldavini Jóns Sig-
urðssonar. Af okkur hinum ingri mönnum var Sigurður
Jónsson, fóstursonur Jóns, einna starfsamastur og afkasta-
mestur að skrá greinar í útlend blöð. Greinar þær, sem
skrifaðar vóru, las Jón Sigurðsson ifir og lagfærði þær í
samráði við höfunda, og kom þeim síðan á framfæri,
einkum við norsk blöð.
Firsta veturinn, sem jeg var í Höfn, var jeg kosinn
í ritnefnd Nírra Fjelagsrita, og stendur því nafn mitt á
titilblaði 30. árgangs Fjelagsritanna (1873). Það var síð-
asta ár Fjelagsrita, því að næsta ár kom Andvari, timarit
Þjóðvinafjelagsins, í þeirra stað, og annaðist Jón Sigurðs-
son eftir sem áður um útgáfuna með aðstoð ritnefndar.
Jeg var í Andvaranefnd árin 1874, 1875 og 1877, enn
ekki 1876, því að þann vetur var jeg heima á íslandi.
Eftir 1877 hættu afskifti Jóns Sigurðssonar af Andvara x).
Ritnefndarstörfin öll þessi ár vóru í því fólgin, að Jón
stefndi okkur til fundar, oftast nær heima hjá sjer, og
las firir okkur rit þau, sem buðust. Eins og gefur að
skiija, har Jón ægishjálm ifir okkur hina í nefndinni og
rjeð í rauninni einn öllu. Ráðríkur var hann í þeim mál-
um, sem hann hafði fasta sannfæringu um og honum þótti
nokkru skifta, og lísti sjer í því viljaþrek hans. Man jeg
það, að einn framgjarn ungur maður, sem enn er á lífi
og síðan hefur verið mikið við landsmál riðinn, andæfði
Jóni einu sinni á Bókmentafjelagsfundi; enn forseti tók
‘) 1878 kom Andvari ekki út, og 1879 var hann gefinn út i
Reikjavík.