Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 144
240
Jón Sigurðsson og Bókmentafjelagið.
af forstöðunni1). Þegar Jón kom til Hafnar um haustið,
yar hann að hugsa um að afsala sjer formenskunni, enn af því
varð þó ekki, líklega af því að Brynjólfur dó rjett á eftir (18.
okt. 1851).2) Upp frá þessu er Jón Sigurðsson lífið og sálin í
öllum framkvæmdum Bókmentafjelagsins alt til dauðadags,
og má með sanui segja, að með kosningu hans til forseta hefj-
ist nítt tímabil í sögu fjelagsins.
Bókaútgáfa fjelagsins hafði að miklu leiti legið í dái
næstu árin, áður enn Jón Sigurðsson tók við stjórninni,
og bar það til, að fjelagið varð þá að verja öllum kröftum
sínum til að koma út Uppdrætti Islands. A árunum 1848
—1851 gaf Hafnardeildin ekki annað út auk Skírnis enn
Uppdrátt Islands hinn minni 1849, enn frá Reikjavíkur-
deildinni komu Skíringar Páls Vídalíns ifir fornirði Lög-
bókar í 4 heftum á árunum 1846—1854, firsta bók, sem
íjelagið ljet prenta á Islandi. Jón Sigurðsson sá fram á
það, að besta ráðið til að fjölga fjelagsmönnum og halda
þeim í fjelaginu var að láta þá fá á ári hverju svo mikið
í bókum, sem svaraði árstillagi þeirra, og það setur hann
sjer sem mark og mið þegar i upphafi stjórnar sinnar.
Arið 1852 gaf Hafnardeildin út Eðlisfræði Magnúsar Grims-
sonar auk Skírnis, og árið 1853 fengu fjelagsmenn rífiega
endurgoldið tillag sitt í bókum og hjelst svo jafnan síðan.
Um leið gerði Jón gangskör að því að auglísa betur at-
hafnir fjelagsins á íslandi og hvetja menn til að ganga i
það. Var í þessu skini gefið út Boðsbrjef árið 1854 og
sent til flestra málsmetandi manna á íslandi. Jafnframt
vóru Skírslur og reikningar losaðir úr sambandi við Skírni
og sendir sjer á parti ókeipis til margra, sem ekki vóru
i fjelaginu. Um þessar mundir vóru ekki fieiri enn um
150 fjelagar á íslandi, enn Boðsbrjefið hafði þann árangur,
að á næsta ári gengu 146 menn níir í fjelagið á Islandi,
svo að fjelagatalan rjett að segja tvöfaldaðist, og þessi
0 Svo segir Grísli Brynjólfsson í óprentuðu brjefi til Jóns Sigurðs-
sonar, dags. 11. júní 1851, að því er Þorleifur aðjúnbt Bjarnason hefir
skírt mjer frá.
*) Skírnir 1852, 177. bls. Sbr. Brjef JS., útg. 182. bls.