Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 30
126
Erá uppvexti Jóns Sigurðssonar.
það, að í sumum sýslum stofnuðu menn til samskota til
að styrkja þau svo sem 1843 í Múlasýslum.
Jón Sigurðsson taldi nauðsynlegt, að íslendingar
bygði framsókn sína á grundvelli almennrar menningar.
Skoðun þessi kemur víða fram þegar í fyrstu ritgjörðum
hans í Nýjum Félagsritum, en einna glöggast i bréfi hans
til Páls kammerráðs Melsteðs dags. 26. marz 1842. Þar
farast honum orð á þessa leið: »Að taka mentun Norður-
álfunnar, að því leyti sem hún er góð . . . og hafa hana
til eftirbreytni að því leyti sem hún á við á Islandi, það
er að eg held það eina rétta, og því hafa allir vorir
skynsömustu menn fylgt bæði í eldri og nýjari tíð, en að
taka eftir án greinarinunar, livort heldur gamalt eða nýtt,
það er heimskulegt, og þegar að er gætt ómögulegt, því
það ónýtir sig sjálft® (sbr. og bréf Jóns til Gísla læknis
Hjálmarssonar 16. apríl 1841).
Eins og vikið var að hér að framan lagði konungur
í úrskurði sínum 20. maí 1840 fyrir lögstjórnarráðið að
leita álits embættismannanefndarinnar í Reykjavík um
stofnun alþingis. Arið eftir var málið borið undir nefnd-
ina. Verður að geta hér stuttlega um helztu tillögur
hennar. Nefndarmönnum kom saman um, >að 1 ö g u n
þess hins nýja alþingis ætti sem mest
að líkjast þeim hinum dönsku fulltrúa-
þingum, og að einungis mætti af bregða
þar sem ástand Islands bersýnilega krefð-
i s t þ e s s«. A þinginu skyldu eiga setu 20 þjóðkjörnir
fulltrúar, einn úr hverri sýslu og einn úr Reykjavík og
6 konungkjörnir menn. Auk hinna almennu kosningar-
skilyrða, að kjósandi væri kominn til lögaldurs, hefði
óflekkað mannorð og væri fjár síns ráðandi, skyldi kosn-
ingarrétturinn bundinn því skilyrði, að hver kjósandi ætti
10 hundruð í fasteign eða steinhús eða timburhús í kaup-
stað, sem væri virt til 1000 dala eða meir, eða hefði
fengið til æfilangrar ábúðar 20 hundruð eða meir i
kirkjujörð eða almennings. Kjörgengir til alþingis
skyldi allir þeir, sem væri þrítugir að aldri og full-