Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 200
296
Endurminningar nm Jón Sigurðsson.
en svo, að hún hafi þurft að sjá hann kistulagðan, áður
en hún færi sjálf af heiminum.
Þau hjónin voru systkinabörn, og voru mjög lengi
trúlofuð. Þegar Jón Sigurðsson var orðinn búsettur í Höfn
mun hún hafa skrifað honum, að nú væri kominn tími til
fyrir þau að binda enda á heitorð sín og giftast. Hann
hafði færst heldur undan að taka við frændkonu sinni og
festarmey, — sagði Hafnarannállinn þegar eg var þar, —
hann hefði naumast tök á að vinna fyrir konu, og fleira
í þá átt. En Ingibjörg lét ekki hlut sinn, fremur þá en
oft annars, hún lét ekki sannfærast, og svo giftust þau,
og samlíf þeirra varð fyrirmyndar hjónaband frá beggja
hálfu, þótt þeim yrði ekki barna auðið. Framan af vann
frú Ingibjörg mikið. Hafnarannállinn sagði að hún hefði
saumað mikið, og eg efast ekki um það, að hún hafi
gengið að hverju sem hún gjörði með stóru skapi, kappi
og atorku. Aldrei varð þeim hjónum sundurorða, var mér
sagt af uppeldissyni þeirra, jafnvel ekki þótt þau hefðu
mismunandi skoðanir í einhverju efni. Þegar eg kyntist
frú Ingibjörgu, var hún stórtæk, þegar hún eyddi, hún
keypti ávalt það dýrasta; ef hún hefði átt að kaupa regn-
hlíf, þá hefði regnhlifin líklegast ekki verið nógu dýr að
hennar skapi, nema hún kostaði 30 kr. Hún var í engum
minsta efa um það, að hún sjálf væri fremsta kona á
landinu, ekki fyrir eigin verðleika, það var auðvitað, held-
ur vegna gjaforðsins — þar sem hún var gift landsins
langfremsta manni. Aðalsréttindum fylgja aðalsskyldur, það
vissi frú Ingibjörg vel; þess vegna þurfti regnhlífin hennar
að kosta 30 kr. til þess að vera boðleg. Maðurinn hennar
óx í hennar augum með hverju árinu, sem þau voru
saman, hann varð allur hennar heimur, og öll hennaj' að-
dáun, og þó vílaði hún aldrei fyrir sér að segja honum til
þess, ef hún hafði aðra skoðun á mönnum og málefnum.
Lundin var svo t hrein og bein, að hún gat ekkert orð
sagt þvert um huga sér.
Eitt sunnudagskvöld var eg úti hjá þeim hjónum, og
hafði lesið nýlega rit Stuarts Mills um kúgun kvenna.