Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 42
138 Frá uppvexti Jóns Sigurðssonar.
alþingismálið og fór atkvæðagreiðslan eins og að framan
var sagt.
Eftir það fóru stjórnarráðin að bræða málið. Kentu-
kammerið var því fylgjandi að alþingistilskipunin kæmi
út sem bráðabirgðarlög, eins og aðalatkvæði fulltrúaþings-
ins hafði hnigið að, sem og að alt færi á alþingi einungis
fram á íslenzku og það yrði háð í heyranda hljóði. Brynj-
ólfur Pétursson var þá orðinn fulltrúi í rentukammerinu
og er ekki ósennilegt, að hann hafi samið álitsskjal rentu-
kammersins, sem kansellíinu og konungsfulltrúa var held-
ur þyrnir í augum, af því það lagðist í mikilsverðum at-
riðum móti frumvarpi embættismannanefndarinnar, enda
var konungsfulltrúi ófáanlegur til að leggja það fram eða
ljá Christensen það1). Kansellíinu þótti viðurhlutamikið
að ganga á móti tillögum »hinna vitrustu manna á Islandi«,
sem höfðu átt setu í embættismannanefndinni, þótti og
atkvæðamunurinn á þinginu svo lítill og framkoma íslenzku
fulltrúanna ekki svo ákveðin, að það treysti sér til að
mæla með breytingum þeim við konung, er samþyktar
höfðu verið á þinginu.
Jón Sigurðsson hefir auðsjáanlega fengið vitneskju um
alt þetta, en lagði eigi að heldur árar í bát. Því ekki að
leita þrautalendingarinnar og biðja. einvaldskonunginn að
bjarga málinu við? í desembermánuði 1842 (sbr. bréf til
Þorgeirs Gfuðmundssonar dags. 30. des. s. á.) er hann far-
inn að bræða með sér, að reynandi væri að senda kon-
ungi ávarp, þegar þar að kæmi, að málið væri reifað fyrir
honum, en þó því að eins að allir íslendingar í Kaup-
mannahöfn, eða því sem næst, væri þess fýsandi. Og í
bréfl til Þorgeirs dags. 28. febrúar 1842 farast honum orð
á þessa leið: . . . »Allan þennan mánuð höfum vér verið
alveg önnum kafnir í nokkru sem menn dirfast ekki að
nefna á nafn — politik. í gær var konungi flutt bænar-
skrá um alþingi (á íslenzku með danskri þýðingu).
*) Sbr. Fréttir o. s. frv. 182. bls. og 195—196. og Lovsamling for
Island XII, 456. bls.