Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 201
EndurmÍDningar um Jón Signrðsson.
297
Eg fór að tala um skoðanir Stuart Mills á málinu, og áleit
þær óhrekjandi. Forseti var á líkri skoðun og flestir
stjórnmálamenn voru þá, og var heldur á móti kvennrétt-
indum. Frú Ingibjörg sat í hægindastólnum sínum, og
var búin að breiða klæði yfir búrið, sem páfagaukurinn
hennar var í, og kom til liðs við mig. Allir vita að póli-
tík er ekki að eins ástæður fyrir málinu, heldur einnig
lunderni til að halda því til streitu. Frúin lagði
til lundernið, en eg hefi líklega komið með eitthvað
af ástæðunum. Þegar hún vár búin að segja eitthvað af
því helzta, sem henni fanst þurfa að segja, þá hélt
Forseti — sem aldrei vildi víkja — undan og sagði: »Það
er ómögulegt að dispútera við yður, þegar þér hafið fengið
konuna mína með yður«.
Heimili þeirra hjóna var algjörlega íslenzkt. Frúin
bauð oftast þannig heim: »Komið þér nú bráðum upp á
harðan fisk!« Að vera boðinn upp á harðan fisk, var
sama sem að vera boðinn til íslenzku hirðarinnar. Allur
matur var íslenzkur, nema brauðið. Asgeir kaupmaður
Asgeirsson, eldri, útvegaði þeim mest af vistunum. Einu
sinni hafði honum og frú Ingibjörgu borið eitthvað á milli
eitt vorið. Haustið eftir kom hann ekki »upp á harðan
fisk« eins fljótt og þau hjónin hefðu ákosið. Þá var eg
sendur út tii að koma honum þangað, og það tókst svo
vel, að hann kom með mér þangað sama kvöldið, og þar
með mun sú misklíð hafa jafnast að mestu leyti. Korð-
menn voru tíðir gestir í húsi þeirra hjóna; Svíar og Þjóð-
verjar voru þar í boði, ef þeir voru vinir Islendinga.
Aldrei sá jeg þar nokkurn danskan mann. Enginn dansk-
ur maður hafði nokkru sinni komist í svo mikið vinfengi
við frú Ingibjörgu, að honum væri boðið »upp á harðan
fisk«. Líklegast hefði hvorki frúin né fískurinn fallið
þeim í geð.
Ef það er lukka lífsins, að fá í aðalatriðunum alt sem
maður vildi sér helzt kosið hafa, þá var frú Ingibjörg
giftusamasta konan sem eg hefi komist í kynni við. Hún
fekk þann eiginmann, sem hún hafði einan elskað langa