Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 164
Endurminningar nm Jón Signrðsson.
i.
.Eftir prófessor Björn M. Olsen.
»Allra manna vænstur, allra manna snjallastur, allra
manna bestur«. Þennan vitnisburð var Jón biskup helgi
vanur að gefa Isleifi biskupi, fóstra sínum, látnum.
Flestum þeim, sem urðu að einhverju leiti samferða
Jóni Sigurðssini á lífsleiðinni og höfðu náin kinni af
honum, mun koma saman um, að hann hafi fremur flest-
um, ef ekki öllum, samtiðarmönnum sínum átt skilið slíkan
vitnisburð.
»Allra manna vænstur« þíðir í fornu máli sama sem
allra manna fríðastur sínum. Það mátti með sanni segja
um Jón Sigurðsson. Ekki þó svo að skilja, að hann væri
það sem menn kalla smáfríður, því að andlitið var fremur
stórskorið. Enn andlitsdrættirnir vóru reglulegir, og eink-
um var alt ifirbragð hans einkennilega bjart og hreint og
um leið karlmannlegt. Ennið var hátt og hvelft og brún-
irnar miklar, svo að ifirandlitið minti nokkuð á sumar
forngrískar mindir af Zevs hinum ólimpska. Enn það,
sem einkum einkendi andlitið og gaf því sjerkennilegan
fegurðarblæ, var hárið og augun. Hár hans og skegg
var ekki grátt, eins og það oftast er á gömlum mönnum,
heldur hvitt sem mjöll, og brá af því einkennilegum ljóma
á hið karlmannlega andlit. Jeg man ekki eftir Jóni Sig-
urðssini öðruvísi enn sem hvithærðum. Upphafiega var
hann dökkur á hár, enn hærðist snemma, og efast
jeg um, að dökkva hárið hafi farið honum jafnvel og hið
hvita. Augun vóru móleit, enn óvenju snör og tindrandi,
hír og brosleit, ef hann var í góðu skapi, enn ef honum
var mikið niðri firir, mátti segja um hann líkt og Egill