Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 166
262
Endurmitraingar um Jón Sigurðsson.
sínu um landsmál, vildi sjá að sjer og taka sjer Jón
Sigurðsson til eftirbreitni.
í einu orði: Jón Sigurðsson var það sem Forngrikkir
kölluðu y.a.\o? xáyað-óc, »fagur og góður«, sannkallaður
glæsimaður í alla staði.
Þeim mönnum fækkar nú óðum, sem muna Jón Sig-
urðsson og vóru svo hepnir að hafa náin kinni af honum,
og ættu því slíkir menn nú að vinda bráðan bug að þvi
að skrá endurminningar sínar um hann, svo að þær glat-
ist ekki. Það, sem hjer fer á eftir, er lítil úrlausn frá
minni hálfu.
Elsta endurminning mín um Jón Sigurðsson er frá
árinu 1859, og var jeg þá níu vetra. Jón var þá skip-
aður erindreki stjórnarinnar í íjárkláðamálinu. og filgdi
fram lækningum. Hann kom til Reikjavíkur 14. júní og
fór nokkru síðar (6. júlíj norður í Húnavatnssíslu í kláða-
erindum. í þeirri ferð kom hann að Þingeirum til föður
míns. Þeir höfðu kinst á undanfarandi þingum og vóru
góðir vinir. Jósep hjeraðslæknir Skaptason, mágur föður
míns, filgdi Jóni, þegar hann kom. Báðir vóru þeir niður-
skurðarmenn, faðir minn og Jósep hjeraðslæknir. Það
var siður föður míns, þegar góðir gestir komu, að láta
mig koma fram firir þá, og svo var í þetta sinn. Man
jeg eftir, að Jón heilsaði mjer með kossi að íslenskum sið,
og varð mér starsínt á hann, því að faðir minn hafði sagt
mjer mart af honum. Þá sagði Jósep Skaftason brosandi
við mig: »Varaðu þig á þessum karli! Hann ætlar að
lækna þig«- Þá gall Jón Sigurðsson við að vörmu spori
og benti á Jósep um leið: »Nei, varaðu þig á þessum
karli! Hann ætlar að skera þig«. Þetta sínir bæði,
hve Jón Sigurðsson gat verið orðheppinn og fljótur til
svars, og eigi síður hitt, hvað þá var ríkast í hugum
manna. Menn hugsuðu þá varla um annað enn fjárkláð-
ann, lækningar eða niðurskurð. í brjefl til Konr. Maurer’s,
dags. 3. ág. 1859, getur Jón Sigurðsson um þessa ferð
sína norður og segir, að Húnvetningar hafl tekið sjer vel
(sjá útg. brjefanna 273. bls.).