Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 97
Jón Sigurðsson sem stjórnmálamaður.
193
og með enn meiri krafti; er þar lögð áherzla á, að ísland
haíi gengið undir Noregs k o n u n g, en hafi þó verið heild
út af fyrir sig, jafnsnjalt Noregi í öllum greinum, og þessu
sambandi hafi aldrei verið raskað síðan á löglegan hátt.
Nefndin kom þvi fram með nýjar tillögur, þó því væri
haldið fram, að ekki mætti hagga í neinu þeim grundvelli,
sem stjórnin bygði á. Þessar tillögur voru nákvæmlega
þær sömu, sem Jón Sigurðsson hafði haldið fram í »Hug-
vekjunni«, 1. Samband sem að vísu var realsamband,
en sameiginlegu málin voru svo fá, að það var í rauninni
ekki langt frá persónusambandi. 2. Erindisreki hjá kon-
ungi er sé íslenzkur maður. 3. Fult löggjafarvald,
þar á meðal fult fjárhagsvald, í öllum sérmálum lands-
ins hjá alþingi og konungi, framkvæmdarvald
hjá konungi og dómsvald hjá dómendum i landinu
sjálfu, þ. e. hæsti réttur af numinn sem æðsti dómur í ís-
lenzkum málum. — Engin önnur mál sameiginleg en kon-
ungur og konungserfðir, en þau gátu orðið til eftir sam-
komulagi. 4. Ráðgjafar bera alla ábyrgð á stjórnarathöfn-
um, þeir skulu vera íslenzkir og hafa á hendi alla hina
æðstu stjórnarathöfn í landinu, þ. e. þeir eiga að vera hér
búsettir. 5. Alþing skal vera í einni málstofu og á því
eiga sæti 36 þjóðkjörnir menn.
Þegar athugað er hið afarmikla djúp, sem er á milli
frumvarps stjórnarinnar: ísland eins og amt í Danmörku
með myndugleika í nokkrum sérmálum, eins og amtsráðin
Jiöfðu í Danmörku, og þessa frumvarps: Island sem næst í
persónusambandi við Danmörku, með fullveldi í öllum sér-
málum og æðsta dómsvaldi innanlands, og þegar athugað
er ástandið eins og það var þá í landinu: alþýða næsta
fáfróð í öllum stjórnmálum, sem vonlegt var, þar sem
slíkt var þá alveg nýtt; íbútala landsins einar 59 þúsund-
ir; verzlunin bundin við Danmörk; öll konungkjörna sveitin
öllum breytingum öndverð, af því hún átti að jafnaði
mikið undir stjórninni, svo sem framavon og launa-
hækkun, en embættisvald þá miklu meira en nú, og því
hræðsla við það rótgróin hjá alþýðu; litlar póstgöngur
13