Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 131
Jón Sigurösson sem stjórnmálamaðnr.
227
latínuskólinn yrði svo umbættur, að hann gæti staðið jafn-
fætis beztu skólum í Danmörku, og að prestaskóli yrði
stofnaður. Arið eftir var latínuskólinn fluttur til Reykja-
vikur og gerður miklu fullkomnari, og árið 1847 var
prestaskóli stofnaður, og er enginn vafi á því, að bænar-
skráin og meðferð málsins á alþingi hefir aðallega ýtt
undir, að hann komst á. I bænarskránni hafði auk þess
að biðja um prestaskóla verið farið fram á kenslu í lögfræði
og læknisfræði, en það þótti þingmönnum alt of djúpt
tekið í árinni; læknaskipunarmálið var þó mál,
sem Jón Sigurðsson aldrei slepti hendinni af. Hann fylgdi
því fast frarn á þingi, að innlend læknakensla kæmist á, en
málið strandaði á mótstöðu þáverandi landlæknis J. Thor-
stensens; þannig bar hann upp á öðru þingi 1847 tillögu
um læknaskipun á íslandi og spitala í Reykjavík, og var
þá samþykt, að draga saman sem mest spítalaféð hér í
landi og safna þvi í sjóð til að bæta læknaskipunina.
Alitsskjal til konungs í þessu máli hafði Jón Sigurðsson
samið, en þegar hann ætlaði að undirskrifa það, hafði
forseti (Þórður Sveinbjörnsson) breytt nokkrum orðum, er
mikla þýðingu höfðu, t. a. m. »Meiri hluta þingmanna« i
»Nokkrir þingmenn«, og neitaði hann því að undirskrifa,
svo álitsskjalið fór svona snubbótt til konungs, en Jón
Sigurðsson ritaði um þetta mjög kjarnyrta og áteljandi
grein í Félagsritin, er hann kallaði »Utvalin saga af
alþingi*1). Eftir að Jón Hjaltalin var orðinn landlæknir,
varð hann góður liðsmaður i þessu máli, og tók það siðan
algerlega að sér, en jafnan var þetta eitt hið mesta
áhugamál Jóns Sigurðssonar, og honum manna bezt það að
þakka, að innlend læknakensla komst á.
‘) Ný Félagsrit VIII, bls. 176—84.
Eéttum 20 árum síðar ritaði Jón Guðmundsson grein i Þjóðólfi
(19. árg. bls. 186—87) með sömu fyrirsögn, og átaldi í henni Jón Sig-
urðsson harðlega fyrir það, að hann hefði beðið sig að semja álitsskjal
í stjórnskipunarmálinu, en látið svo annan þingmann (H. Kr. Fr.), sem
ekkert hefði í því átt, undirskrifa þaö með sér. Var þá farin að réna
vináttan milli þeirra nafna, eins og fyr segir. Sýnir það, að Jón Sig>
urðsson hefir líka getað verið ráðríkur og óvæginn, þegar því var að skifta,
15*