Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 204
300
Endurminmngar um Jón Sigurðsson.
gjört sendimennina, sem komu þar kvöldið fyrir dauða hans,
út til þess að lauma eitri í drykk Þórðar. Líklegast heftr
Gizur verið í ráðum með konungi. Eg sagði Sigurði Vig-
fússyni frá þessari skoðun minni, og færði ástæður fyrir
henni. Þegar eg var búinn að því, setur Sigurður upp
stór augu, og sagði: »Sama sagði Jón Sigurðsson«. Það
er hætt við því að hver sem les frásögnina í Sturlungu
um dauða Þórðar kakala, hugsi um hve Hákoni og Giz-
uri varð lítið fyrir að drepa Snorra Sturluson, og hvern
hag þeir höfðu af því að Þórður kakali féll frá, muni
komast að sömu niðurstöðuj
5. Ógreiddar skuldir.
Þegar stjórnarskráin 1874 átti að koma í gildi, álitu
ýmsir vinir Forseta að nú ætti hann að verða Islandsráð-
herra. Enginn maður átti það betur skilið, og engum hefðu
Islendingar og alþingi fagnað betur en honum. Þetta var
skuld sem vér áttum hjá Danastjórn. Sú skuld var aldrei
borguð. Islandsráðherrann var þá ávalt danskur maður.
Að gefa eftir, eins og Elísabet Engladrotning gjörði — ef
hún gaf eftir á annað borð — með fúsum vilja og í fylsta
mæli var ekki siður í Danmörku þá. En hvernig myndi
nú sú stjórn hafa orðið? Að líkindum hefði Forseti þótt
óspar á fé og ráðríkur, en svo hefði sjúkdómurinn, sem
leiddi hann til bana, komið yfir hann, þá hefðu völdin orð-
ið honum smátt og smátt að óþolandi byrði, öll mótstaða
hefði orðið honum þungbær þegar heilsan var biluð. Grhn-
ur Thomsen, Benedikt Sveinsson og Arnljótur Olafsson
hefðu að líkindum orðið foringjar stjórnarandstæðinga en
átt fáa fylgdarmenn í fyrstu Þeim sem einu sinni verður
ráðherra er alloft slitið út jafnframt. Ef Forseti hefði setið
hér í stjórnarsessi í 3 eða 4 ár, þá hefði liklega komið
sár á hann í bardaganum og móða á skjöld hans hér og
hvar. — Fyrir hann var það mesta lánið að sú skuld var
ekki greidd. Fyrir oss eftirkomendurna er gleðiefni að
taka við skildi hans skygðum og fáguðum, og festa hann
upp á skálavegginn bæði án lasts og lýta.