Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 130
226
Jón Sigurðsson sem stjórnmálamaður.
í lögin 15. apríl 1854, eftir að málið hafði verið til með-
ferðar á ríkisþingi Dana. í raun réttri átti málið ekki
undir ríkisþingið, því það var vissulega sérmál íslendinga,
eins og viðurkent er í stöðulögunum, heldur hefði konungur
átt að gefa út tilskipun um það; en sökum þess afarmikla
beina og óbeina hags, sem Danmörk hafði haft af íslenzkri
verzlun, hefir það þótt eðlilegt að leggja málið fyrir rikis-
þingið, og það virðist svo, sem Jón Sigurðsson hafi ekki
haft neitt við það að athuga. Þannig var þá þetta vel-
ferðarmál íslands til lykta leitt mjög heppilega frá því
sem var, og á tiltölulega stuttum tíma, og þakkirnar fyrir
það á Jón Sigurðsson sannarlega mest allra skilið, eins
og sýnt er hér að framan bls. 209. Síðan hefir verzlunar-
löggjöfin hér um bil haldist óbreytt, og þær breytingar,
sem gjörðar hafa verið, hafa að minsta kosti eigi enn
gengið í þá átt, sem þó eðlilega virðist vera hin eina
rétta, að gjöra verzlunina alinnlenda; enn þann dag í dag
eru stærstu verzlanir landsins í höndum danskra manna,
eða þá íslenzkra manna, sem búsettir eru í Kaupmanna-
höfn, en að eins skreppa hingað um hásumartíraann til
þess að líta eftir hjá »faktorum« sínum, og hafa gætur á
því, að þeim sé ekki gjörður of hár tekjuskattur, eða of
hátt útsvar lagt á þá.
Það ræður að líkindum, að Jón Sigurðsson, sem upp-
haflega hafði ætlað sér að nema málfræði og síðan gerast
kennari, og jafnan siðar í lífinu hafði það hálfgert í huga
að verða skólameistari við lærða skólann, hafi kynt sér
öll skólamál vel og vandlega; hann ritaði í 2. árgang
Félagsritanna ýtarlega ritgerð um skólamál hér á landi,
þar sem hann leggur til, að ýmsar gagngerðar breytingar
séu gerðar, og á fyrsta alþingi bar hann fram, eftir áskor-
un Islendinga í Kaupmannahöfn, bænarskrá um, »að sett-
ur verði þjóðskóli á íslandi, sem veitt geti svo mikla
mentun sérhverri stétt, sem nægi þörfum þjóðarinnar«;
konungsfulltrúi skildi bænarskrána svo, sem farið væri fram
á fullkominn háskóla, enda virðist hún varla verða skilin
öðruvísi, en Jón Sigurðsson neitaði því þó, að svo væri.
Arangurinn af þessu varð sá, að þingið fór fram á, að