Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 127
Jón Sigurðsson sem stjórnmálamaður.
22»
hún var gefin laus, en aðeins við þegna Danakonungs. Þetta
var að vísu ofurlítil bót, en þó svo lítil að dómi íslend-
inga, að þeir rituðu konungi almenna bænarskrá á alþingi
aðeins 8 árum síðar (1795), og kvörtuðu yfir því að verzl-
unin væri og hefði verið síðan þetta »frelsi« komst á,.
ófrjáls, niðurdrepandi og óbærileg, svo þeir beiddu um
frjálsa verzlun við allar þjóðir; þessu var svarað svo, að
íslendingar hefðu ekkert vit á þessu máli, og embættis-
menu þeir, sem undir höfðu skrifað, fengu harðar ávítanir
fyrir tilvikið. Við þetta sat, en þó losnaði smásaman svo
um, að einstöku útlend kaupför gátu fengið sérstakt leyfi
til verzlunar, aðallega til svonefndra lausakaupa.
I þriðja ári Félagsritanna ritaði Jón Sigurðsson langa
og að vanda ítarlega grein »um verzlun á íslandi«, og
segir hann svo að lokum: »Nú þykjumst eg hafa full-
sannað, að ísland hefir r é 11 til verzlunarfrelsis; að það
þarfnast þess; að það getur hait þess öll not; að
reynzlan hefir sýnt gæði þess bæði á Islandi og
annarstaðar, og þar að auki hefi eg leitt rök til þess að verzl-
unarfrelsið yrði bæði Islandi, Danmörku og
kaupmönnum sjálfum til einbers gagns en
einkis skaða* *1). Hann segir, að það dugi ekki fyrir ís-
lendinga að vera einlægt að kveina og kvarta, en hafa
þó ekki viðleitni til að safna skýrslum um alla þá
ókosti á verzluninni er þeir finni; það eigi þeir einmitt
að gera og senda svo skýrslurnar þeim, sem bæði vilji og
geti borið fram málið2), þ. e. sér.
Það er auðséð á því, sem hann skrifar vini sínum
Gísla Hjálmarssyni lækni árið 1844, hve mikið áhugamál
þetta hefir verið Jóni. Hann skrifar svo: »Nú kem eg
til þín um verzlunina og verð eg nú að biðja þig að sjá
um, að skrifaðar verði um verzlunarfrelsi bænarskrár
alstaðar að austan. Við skrifum um það einhverjum manní
‘) Ný Fálagsrit III, bls. 100.
*) sst bls. 65.