Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 60
156
Vísindastörf Jóns Sigurðssonar.
aldur þess ákveðinn og ágæti, eftir því sem föng voru til.
Þetta var ákafamikið verk og seinlegt, enda varð það
aldrei fullbúið. Jón komst aldrei lengra en að 239 í ark-
arbroti (A. M. 394 fol.); kom það vist ekki til af eljanleysi,
heldur af því, að menn sáu, að þess konar skrá mundi
seint verða til gagns. En það sem búið varð, er ágætt
verk. Jón rannsakaði þó í raun og veru alt Arnasafn
og fann þá margt, sem enginn hafði vitað um áður og
ekki stóð í hinni lítt fullkomnu skrá Jóns Olafssonar
Grunn víkings. Það er óhætt að segja, að alt það sem
Arnanefndin lét gera þessi árin, hvort lieldur var að láta
skrásetja, rita upp, rannsaka, eða bera handrit saman,
var að miklu leyti verk Jóns. Hann bar saman eldra
afrit frá Arna tið af handritinu með Egilssögu og Eyr-
byggju, sem er í bókasafniuu í Wolfenbúttel, og leiðrétti
það, svo að nú er það afrit svo ábyggilegt sem afrit
mega verða. Annað handrit i sama safni, rímnahandritið,
ritaði hann upp að sumu leyti, en Gisli Brynjólfsson að
nokkru, og ber það sem Jón ritaði af hinu sem gull af
eiri. I öllu þessu kemur vandvirkni og nákvæmni Jóns
fram svo að það er aðdáun. Varla hefir nokkur maður
tekið jafnnákvæmlega eftir rithætti handrita og fundið
þýðingu hans sem Jón, alt í frá dögum Arna sjálfs, að
undanteknum Konráði Gíslasyni. Þvi hefir verið við
brugðið, hve skarpa sjón Jón hafði til að lesa máð hand-
rit og ill aflestrar, og hefir það ekki verið orðum aukið,
eftir því sem höfundur þessara lína getur borið vitni um.
Þar hjálpaði honum líka málfræðisvit hans og málþekk-
ing, svo að honum fór ekki sem sumum ókritískum lönd-
um hans fyr og síðar að láta sér nægja ranglesið
mál, sem hvorki er rétt hugsun né rétt orð í, þótt það
kostaði nokkra yfirlegu að fá það rétt lesið, sem óglögt
var. Það er sjaldgæft að leiðrétt verði eitthvað í því,
sem Jón hefir ritað upp. Hve nákvæman skilning hann
hefir haft á því að gefa þyrfti út gömul, merkileg handrit
svo að segja með ummerkjum, sést á útgáfunni af íslend-
ingabók Ara aftan við Landnámu, og mörgu fleiru.