Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 151
Jón Sigurðsson og Bókmentafjelagið.
247
taka það að sjer®1). Nú geta víst allir verið þessum
orðum samdóma. Vjer skiljum það nú, að útgáfa þessara
rita var nauðsinlegt skilirði firir því, að bæði Jón Sigurðs-
son og aðrir, sem við landsmál fengust, gæti haft eftirlit
með landsstjórninni og átalið það sem aflaga fór, og að
hjer var að ræða um einn þátt í landsmálabaráttu Jóns,
og hann ekki ómerkilegan. Varla mun honum á öllum
hans langa stjórnmálaferli hafa komið til hugar meira
snjallræði enn þetta, að kníja stjórnina til að birta gjörðir
sínar og nota til þess Bókmentafjelagið, án þess þó að
bendla það við deilumál tímans. Megum vjer ekki fagna
jþví, að fjelag vort veitti honum óbeinlínis með þessu
móti góðan stirk í baráttu hans?
Auk þessara merku safnrita gaf Hafnardeildin út
imsar aðrar góðar bækur undir stjórn Jóns Sigurðssonar
og eru þessar hinar helstu:
Odysseifskvæði, þíðing Sveinbj. Egilssonar, 1853—1854.
Árbækur Jóns Espólins 11. og 12. deild, 1854—1855.
Sálmasöngsbók Pjetur Guðjohnsens, 1861.
Skírsla um Forngripasafn íslands I—II, 1868 og 1874
Einföld landmæling eftir Björn Gunnlaugsson, 1868.
Prestatal og prófasta eftir Svein Níelsson, 1869.
Skírsla um handritasafn Bmf.’s eftir Sigurð L. Jón-
asson, I. b. 1869.
Kvæði Jóns Thóroddsens, 1871 (Jón Sigurðsson sá að
nokkru um útgáfuna).
Um framfarir íslands eftir Einar Ásmundsson 1871.
Maður og kona eftir Jón Thóroddsen, 1876 (framan-
við æfisaga skáldsins eftir J. S.).
Alþingisstaðurhinn forni eftir Sig. Guðmundsson, 18781).
!) Sbr. Brjef J. S. ntg. 301. bls. (til Páls Melsteðs, dags. 12. okt.
1860): „Enn nú sem stendur þikir mjer bráðust nauðsin að fá undir-
búning8rit og söfn og þesskonar, til þess grundvöllur verði lagður.
Þess vegna er svo áríðandi að hafa landshagskírslur, stjórnartíðindi o.
s. frv., þvi annars fengi enginn neitt að vita, hvernig liðia.
!) Islenskar fornsögur I. b. (Glúma og Ljósv.s.) eru að vísu taldar
með ársbókum 1879, enn þær komu ekki út fir enn 1880, eftir dauða Jóns.