Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 186
282
Endurminningar um Jón Sigurðsson.
Vorið 1865 komst eg ekki austur eins snemma og eg
hafði ætlað, eftir að skóla var sagt upp, og var hér því
nokkra daga framan af þinginu. Þá sá eg Jón Sigurðs-
son fyrsta skifti. Hann var þá ekki nema 54 ára og
mátti því heita maður á bezta skeiði, en alhvítur var
hann fyrir hærum. Andlitið var ekki beinlínis frítt, en
svipmikið, fjörlegt og skörulegt; augun hýr og hlý hvers-
daglega og einkennilega fögur. Þegar hann talaði, var
eins og geislaði af augunum, og þegar því var að skifta,
gat verið alveg eins og eldur brynni úr þeim. Hann var
þreklega vaxinn maður og tígulegur á velli, og var þó
jafnan nokkuð lotinn í hálsi. Snyrtimaður í klseðaburði
var hann mestur allra þingmanna í þá tíð, þeirra er eg
hafði séð, að undanteknum Gísla Brynjúlfsyni, sem eg
sá á þingi 1863. Þriðji mestur snyrtimaður á þinginu í
þá daga var Arnljótur Olafsson. Jón gekk venjulega á
ljósgráum buxum og í mórauðum yfirfrakka léttum (sum-
aryfirfrakka). Hann gekk ætíð með pípuhatt. Þegar
hann kom til þings, var hann jafnan til húsa hjá Jens
yfirkennara bróður sínum.
2.
Haugtið 1865 fiuttist móðir min búferlum hingað til
Reykjavíkur og eg með henni. Sumarið 1867 var alþingi
háð að vanda. Það þing var að ýmsu merkilegt, eins og
þeir þekkja, sem kunnugir eru stjórnmálasögu vorri.
Eg var nú 17 ára og sótti þetta vor um þingskriftir.
Þingskriftum var þá nokkuð öðruvís hagað heldur en nú.
Þingskrifarar voru tvennir: innanþingsskrifarar og utan-
þingsskrifarar. Innanþingsskrifarar rituðu þá, eins og nú,
ræður þingmanna; slciftust til tveir og tveir inni i salnum,
og hreinrituðu svo ræðurnar á eftir, eins og þær voru
lagðar fram á lestrarsalinn. Þar leiðréttu svo þingmenn
ræður sínar eins og nú, og eftir því leiðrétta handriti
voru svo ræðurnar prentaðar. En jafnóðum og hver
fundur-var leiðréttur, voru allar ræðurnar hreinskrifaðar
á hvitan pappír í arkarbroti; það gerðu utanþingsskrifar-