Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 140
236
Jón Sigurðsson og Bókmentafjelagið.
bar hann fram þá tillögu, að fjelagið skildi gefa út alþíð-
legt smáritasafn um fróðleg efni bæði utan lands og innan.
Af þessu leiddi flrst og fremst, að á næstu árum komu út
ímsir slíkir ritlingar frá fjelaginu, þar á meðal »Tvær
æfisögur útlendra merkismanna«, Franklins og Oberlins (æfl
Franklins þídd af Jóni Sigurðssini), og þar næst, að fje-
lagið tók að greiða þóknun flrir rit þau, sem það tók til
prentunar1). Vóru first greidd ritlaun firir Skírni árið 1837r
og síðan varð það að fastri reglu. Um þessar mundir tók
Jón og að rita fleira firir fjelagið, því að hann samdi frjett-
irnar og bókaskrána í Skírni 1837 ásamt Magnúsi Hákonar-
sini og bókaskrána í Skírni 18382) (og árgöngunum næstu?).
Merkilegur er kafli úr brjefi, sem Jón Sigurðsson skrif-
aði um þessar mundir til Sveinbjarnar Egilssonar, því að
hann sínir, hve ant honum var um Bókmentafjelagið,
Hann telur þar ímsa annmarka á stjórn fjelagsins, að
bókasala fari í ólestri, af því að fjelagið hafi of fáa um-
boðsmenn heima, að ekki sje rekið betur eftir því, sem
prentað sje, og of lítið lagt upp af fjelagsbókum, svo fje-
lagið geti ekki selt með nógu góðu verði, að bækurnar
sjeu ekki nægilega auglístar firir almenningi og ekki gerð
gangskör að því að koma fólkinu í skilning um, »að það'
eigi þó það í fjelaginu, sem betra væri að viðhalda enn að
kollsteipa, því ekki sje jeg annað firir enn visnan, ef ekki
er bráðum gert við, og það kröftuglega«. Hann biður
Sveinbjörn, ef hann sje sjer samdóma, að stiðja að um-
bótum á því, sem miður fari, og segist ekki munu víla
firir sjer að »garga á fundum, þangað til annaðhvort verði
betra eða verra«. Sama kveðst hann hafa drepið á í
brjefi til biskupsins (Steingríms Jónssonar)3).
Vorið 1840, á ársfundi Hafnardeildar apríl, var
Jón Sigurðsson kjörinn skrifari deildarinnar^íaþg hjelt hann
l) Minningarrit Bmf. 45. bls. Skirnir 1839, 77. bls. Þar sjest, að>
Jón hefur gefið fjelaginu alt starf sitt að æfisögu Franklins.
a) Sklrnir 1837, 97.-98. bls.; 1838, 64. bls.
8) Brjef Jóns Sigurðssonar, útg. 8.—9. bls.