Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 69
Visindastörf Jóns Sigurðssonar.
165
íslensku þýðingar fyrir hinn danska frumkveðskap; hin
dönsku þjóðkvæði (»folkeviser«) eru nú ekki til í svo
gömlum handritum sem þessar íslensku þýðingar eru
garnlar til, og oft eru hin dönsku fi’umkvæði alveg týnd,
og koma þá þýðingarnar íslensku í þeirra stað. Sv.
Grundtvig, sem síðar varð prófessor, hafði snemma byrjað
að safna til fullkominnar útgáfu af þessum dönsku þjóð-
kvæðum; af hinu heimsfræga safni hans kom fyrsta bindi
út 1853. Sem nærri má geta hafði hann veður af þess-
um íslensku þýðingum og fullan skilning á því, hve
merkilegar þær voru. Hins vegar er og víst, að Jón
Sigurðsson hafði veitt þeim eftirtekt og það snemma.
Þau heyrðu til hinurn »alþjóðlegu fræðum«, sem hann
safnaði eða lét safna. Það var þvi eðlilegt að samvinna
kæmist á meðal þessara tveggja manna, Jóns og Grundt-
vigs; Jón safnaði kvæðunum og bjó þau til prentunar
eftir handritum með orðamun þeirra og því sem þar til
heyrði; Grundtvig bjó til danska textann og skrá yfir
það, hjá hverjum þjóðum kvæðin fyndust, ef til voru
annarstaðar. Þetta safn, »íslenzk fornkvæði«,
kom út í 3 heftum árin 1854, 1858, 1859, og var kostaó
af »Litteratursamfundet«; en einmitt um þetta leyti sem
síðustu heftin komu út, dofnaði mjög yfir félaginu, svo
að það, svo að segja, steinhætti útgáfum sínum um 1860.
Hvort sem það var þessu að kenna eða öðru, þá kom
aldrei meira af þessum kvæðum, fyrr en eftir dauðadag
beggja útgefandanna. Með 4. heftinu, er Pálmi Pálsson
sá um og út koiu 1885, var útgáfunni lokið. Frá hendi
þeirra félaga er því, og því miður, enginn allsherjar for-
máli fyrir verkinu, og er mikið mein, því að þar hefðí
mátt búast við miklum fróðleik og rannsókn á aldri þess-
ara kvæða, hvenær og hvernig þau bárust til íslands,
hvernig þau voru þýdd þar og notuð, o. s. frv. Nú er
þessi rannsókn enn ógjörð, og væri þess full þörf, að hún
yrði unnin og það sem fyrst, að svo miklu leyti sem
hægt er. Efnið er lagt upp í hendurnar á mönnum og
það svo, að það verður varla betur gert. En það er eins