Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 27
Frá uppvexti Jóns Sigurðssonar.
123
gæta slælega hagsmuna íslendinga eða brjóta upp á nýj-
ungum, sem hann taldi lítt hollar landi og lýð, sat hann
sig ekki úr færi að finna að því og það jafnvel í blaða-
greinum (sbr. bréf til Páls sagnfr. Melsteðs 29. sept. 1840).
Af nokkrum bréfum Finns, sem enn eru til, má ráða, að
Jón hefir verið trúnaðarmaður hans í íslenzkum málum.
Um þessar mundir fór Jón Sigurðsson og að íhuga
skuldaskifti íslands og Danmerkur. Það hafði nokkra
hríð verið skoðun dönsku stjórnarinnar, að íslandi væri
árlega lagt úr ríkissjóði töluvert fé og konungsúrskurður
15. júní 1840 rígfesti skoðun þessa með því að kveða svo
á, að finna bæri ráð til, að tillög þau sem íslandi væri
lögð úr ríkissjóði, skyldi endurgoldin, því að landið ætti
að bera sig sjálft. Enginn íslendingur hafði, það vér
vitum, orðið til þess hingað til að hreyfa mótmælum móti
þessari kenningu og jafnvel annar fulltrúi Islendinga á
Hróarskeldu þingi var að burðast með frumvarp til þess
að jafna þenna svonefnda tekjuhalla. En Jóni duldist
ekki, að þessi skuldakrafa stjórnarinnar á hendur Islandi
var meira en litið bogin. Hann tók að rannsaka skulda-
skiftin og í lok septembermánaðar (sbr. bréf til Páls sagnfr.
Melsteðs dags. 29. sept. 1840) er hann kominn að þeirri
niðurstöðu, að tekjuhallinn sé »enginn eða svo litill sem
enginn«. Hann bendir einnig á nokkrar skekkjur í reikn-
ingsviðskiftum íslands og Danmerkur og getur þess að
lokum, að verið gæti »því yrði hreyft, ef um þetta yrði
skrifað«. Fám árum síðar gafst honum kostur á að nota
skjalasöfn stjórnarráðanna í Kaupmannahöfn við vísinda-
iðkanir sínar og tók hann þá af alefli að rannsaka mál
þetta og birta smástúfa i Nýjum Félagsritum um fjár-
hag Islands (sbr. Ný Félagsrit II. og IV. ár). Síðan varði
hann, eins og kunnugt er, fjölmörgum árum til þessara
rannsókna sinna, því málið var flókið mjög og afarörðugt
viðfang8. Það er ekki hlutverk þessarar ritgjörðar að
ræða frekar um afskifti Jóns af þessu máli, en vér erum
í alla staði samþykkir Eiriki Briem þar sem hann í hinni
gagnorðu og sönnu æfilýsing sinni af Jóni Sigurðssyni