Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 105
Jón Sigurðssón sem stjórnmálamaður.
201
þegar á þetta alt er litið, þá ætti engum íslending að
þykja krafa Jóns Sigurðssonar of há. En frá Dana sjónar-
miði lítur hún auðvitað talsvert öðru vísi út. Fyrst og
fremst hefir þeim eða fæstum þeirra verið það ljóst,
hvílíkt feiknatap einokunin bakaði Islandi, bæði beinlínis
og óbeínlínis, og svo hafa þeir átt bágt með að skilja
það, að þá lifandi og eftirkomandi kynslóðir ættu að borga
það, sem forfeður þeirra fyrir 100—200 árum höfðu grætt,
þó á ómannúðlegan hátt væri, einkum þegar þess er gætt,
að eftir liugsunarhætti þeirra tíma var slík einokun talin
alveg réttmæt, og að það voru ekki íslendingar einir, sem
urðu að líða fyrir ríkjandi skoðanir fyrri alda. Það var
því eðlilegt, þó Danir álitu þessa kröfu vera í meira lagi
gífurlega, og jafnvel tilbúna, en eigi bygða á neinni sann-
girni. En hvað sem um þessar kröfur má segja, þá er
það alveg víst, að Jón Sigurðsson var sannfærður um, að
þær væri eigi einungis sanngjarnar heldur og rétt-
mætar, og að þær mættu með engu móti lægri vera;
þetta sést glögglega víða í bréfum hans, og maður hon-
ura nákunnugur, sem enn er á lífl, heflr fullyrt hið sama
við mig. Það var því alls ekki til þess að taka munninn
nógu fullan, eins og sagt er, til þess að fá sem ríflegast
úti látið, að Jón Sigurðsson gerði þessar kröfur, heldur af
fullkominni sannfæringu um, að þær væru alveg réttmætar.
Auðvitað veikti það ekki málstað Jóns Sigurðssonar
alllítið, að hinn Islendingurinn í nefndinni, Oddgeir Stephen-
sen, gat ekki fylgt honum að málum, og hann var ein-
mitt í þeim hluta nefndarinnar (hún var þríklofln), sem
ekkert tillit vildi taka til sögulegra réttinda landsins,
»heldur byggja á því, sem nú á sér stað, það er að segja
ástandi því, sem nú er, eins og það hefir myndast uin
langt tímabil, eigi af tilviljun heldur af nauðsyn og eftir
skynsamlegri íhugun. Menn skyldu því halda, að ekki
yrði kosin nein undirstaða til að byggja á, er síður sé af
handahófD1). Það má því nærri geta, að það í augum
*) Alþ.tíð. 1865 II, bls. 38.