Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 192
288
Endurminningar um Jón Sigurðsson.
þilfari og nagaði í sig reykta síld; annarar fæðu neytti
liann ekki á sjónum.
Sumarið áður hafði eg fengið nokkra landa í Banda-
ríkjunum til að ganga í Bókmentafélagið, og var það sam-
þykt okkar, að allir Yestur-íslendingar skyldu láta árs-
tillag sitt vera $ 2,00, í stað 6 króna, og var það félaginu
talsverður hagur. Hafði Jón skrifað mér alllangt bréf og
þakkað mér fyrir þetta viðvik og minst á horfur íslands-
mála; en þá var stjórnarskráin nýkomin út. Mér þykir
mein að eg finn nú ekki bréfið í svip, og veit eg þó að
eg á það einhverstaðar í fórum mínum.
Hvort þetta hefir nú verið tilefnið eða eitthvað ann-
að, veit eg ekki, en á leiðinni upp var Jón meir á tali
við mig en aðra farþega, en það voru flest Reykjavikur-
kaupmenn. A hverjum degi þegar miðdegisverði var lok-
ið, bauð Jón mér með sér á þilfar upp og sátum við þar
á bekk með smáborð fyrir framan okkur og drukkum
eggjatoddý, altaf tvö glös, og reyktum; gaf hann altaf
eggjatoddýið og fekk eg ekki að gera endurgjald, en vindl-
ana fekk eg að gefa. Því tók eg eftir, að hann kom mér
altaf til að tala, en talaði tiltölulega minna sjálfur; var
hann sífelt að spyrja mig um Bandaríkin, um þjóðina,
atvinnuvegi, hugsunarhátt og stjórnarfar. Og þegar hann
heyrði, að eg hefði verið um veturinn skrifstofumaður á
einni stjórnarskrifstofunni í Washington, varð honum mjög
tíðspurult um þingið þar, um Grant forseta og alla stjórn-
ina. Hvervetna fanst mér sem bak við spurningar hans
lægi hugur á að vita, hvort ekki kynni eg frá neinu því
að segja, er heimfæra mætti til íslands eða hagnýta þar
til gagns. Má og vera hann hafi haft gaman af að slægja
mig og vita, hvort nokkur lifur væri í þorskinum. Þá
bar okkur sitt hvað í tal um rit brezkra höfunda um þjóð-
megunarfræði og stjórnfræði. Eg var þá mjög trúaður á
kenningar Manchester-skólans, og fann eg, að honum voru
þær kunnar, en ekki var hann þeim þó fylgjandi að öllu,
og býst eg við, að viðræður hans um það efni hafi fyrst-
ar orðið til að vekja hjá mér efasemdir um algildi þeirra