Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 150
246
Jón Sigurðsson og Bókmentafjelagið.
herrar þeir, sem höfðu á hendi íslandsmálin, vóru um
leið ráðherrar i Danmörku, þingfrjálsu landi, þar sem
allar merkar stjórnarathafnir vóru birtar. A fundi Hafn-
ardeildarinnar 18. nóv. 1854 kom mál þetta til umræðu,
og hjeldu menn í firstu að duga mundi að auka í þessu
skini tímarit fjelagsins Skírni. Enn efnið reindist Skírni
ofvaxið, og það varð úr, að fjelagið rjeð af að gefa út
tvö ritsöfn, »Skírslur um landshagi á íslandi« og »Tiðindi
um stjórnárrnálefni Islands«, og kom hið firsta hefti af
hvoru þessu riti um sig út vorið 1855 og var síðan haldið
áfram þangað til 1875, þegar stjórnarskráin frá 5. jan.
1874 var komin í framkvæmd. Komu út á þeim tima 3
bindi af Tíðindum um stjórnarmálefni Islands, og 5 af
Skírslum um landshagi. Nokkru síðar veitti stjórnin
fjelaginu talsverðan stirk til beggja þessara rita, til
Skírslnanna frá árinu 1856, þegar 2 hefti vóru út komin,
enn til Tíðindanna ekki fir enn alt firsta bindið var
búið1). Ritin máttu því ekki heita mikil birði firir fje-
lagið, enn litlum vinsældum áttu þau að fagna á Islandi
hjá alþíðu manna, sem kunni litt að meta þau. Jón vissi
þerta vel, og því brínir hann oft firir mönnum, hve
nauðsinleg og þörf þessi ritsöfn sjeu, í ræðum þeim, sem
hann hjelt á fundum Hafnardeildarinnar og prentaðar eru
í Skírslum og reikningum, t. d. í ræðu sem hann heldur
á fundi 12. júní 1869: »Þessi rit eru að minni higgju
óumflíjanlega nauðsinleg, ekki einungis fjelagi voru sjálfu,
heldur einkanlega allri þjóð vorri, ef hún á að geta haft
og haldið greinilegri hugmind um ástand sitt, sem er
grundvöllur og skilirði allra framfara, og þau eru því
nauðsinlegri, sem reinslan hefir sínt, að þau komast ekki
út, allra síst að staðaldri, sem þó ríður einkum á, nema
fjelag vort gangist firir því, meðan stjórnin sjálf vill ekki
*) Minningarit Bmf. 50—51. bls. Skírslnr og reikn. 1854—1855,
"VII. bl8. Skirslur um landsh. I, formálinn. Tiðindi um Stjórnarmál-
■efni I, formálinn IV. bls.