Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 182
278
Enduraiimingar um Jón Sigurðeson.
inga. Ætla eg að verið hafi minni íslands. Efnið var
það að allan þrótt og elju ætti að leggja við grasræktina
hér á landi, og mætti þar svo inikið að gera, að landið
stæði að gæðum lítt að baki akuryrkjulöndunum Mætti
geta þess, að það varð fyrst töluvert síðar að landbúnað-
ur Dana hyltist og breyttist, og þar kom grasrækt í stað
kornyrkju.
En þingræður Jóns las eg í uppvexti minum. A skóla-
árum minum voru ræðurnar í gömlum Alþingistiðindum
skemtilestur minn á sumrin. Þingræðurnar voru áreiðan-
lega fyrrum fyndnari og heflaðri en nú á dögum, er alt
gerist í flaustri. Það var metnaður þá í þinginu að vanda
frágang á ræðum.
Mér er svo fyrir minni eitt ræðuupphaf forseta í þing-
tíðindunum — líklega í eða útaf kláðamálinu. Man út-
litið á hinu prentaða máli. Línunum svipar til einstein-
unga-raða á vegarbrún. I hita-þunganum hefir honum
hrotið af vörum varla annað en eintóm einsatkvæðis orð,
og því ber svo mjög á eyðubilunum í prentinu. Efni
máls eitthvað á þá leið: Eg veit mínu viti, fer mínu
fram hvað sem þið segið eða gjörið, Því þótti mér svo
vænt um, er listamaðurinn okkar hvarf frá fyrra mótinu
af Jóni. Það var gullfallegt, sögðu allir. En Jón var þar
svo strokinn — of prúðmannlegur, ef segja mætti um prúð-
asta Islending aldarinnar. Krafturinn og einbeitnin kom
miklu betur fram í seinna mótinu, sem eftir verður steypt.
Um enga ræðu Jóns mun jafnmikið hafa verið hugs-
að og talað hér á landi og meginræðu hans í stöðulaga-
málinu á þinginu 1869. Man eg gjörla hve sólgnir menn
voru að ná í hana. Þá gat Sigríður biskupsfrú Bogadóttir,
sú hin skýra og skorinorða kona, eigi bundist þess — og
hefir síra Eiríkur Briem sagt mér frá því — að láta
mann sinn heyra það ósvikið, að það væri meir en von,
að Jón Sigurðsson hefði alt annað vald yfir hugum manna
en þeir andstæðingar hans. Hún kom alveg hrifin ofan
úr skóla frá ræðunni, og þurfti þó víst mikið til þess a,ð
hún yrði frá sér numin.