Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 101
Jón Sigurðsson sem stjórnmálamaðnr.
197
þessa skýrslu bætir hann, að hann sé ekki fær um að
gera athugasemd við þennan reikning að svo stöddu, »svo
að vel sé, þó að vér hefðum vilja tii«. Sýnir þetta, að
hann heíir þá verið farinn að kynna sér talsvert fjárhags-
sambandið milli landanna, sem enginn hugsaði neitt um
þá, en þó eigi svo vel, að hann treysti sér til að rita ítar-
lega um málið í það sinn. Þessi skýrsla varð þó til þess,
að reikningsviðskiftin urðu talsvert skýrari í næsta reikn-
ingi, svo að við árslok 1842 var tekjuafgangur talinn
6,000 rd. Þetta þótti Jón Sigurðssyni kynlegt, og farast
honum svo orð1): »Hafa nú tekjurnar aukist svo á þessu
ári, eða útgjöld minkað, að það geti gert 21,000 dala mun?
Hefir nokkur fundið mun á landsstjórninni ? Hefir nokk-
ur mist tekjur sínar? Hefir embættismönnum verið fækk-
að? Eða hafa fundist gullnámur? Eða hafa verið lagðir
á skattar? Enginn veit af þessu; öllum mun finnast ffest
hafa setið við sama árið 1842 eins og 1841, eða jafnvel eins
og 1835—39, þegar Islandiátti að hafa veriðlagt 15000 dalaað
meðaltali á hverju ári. En hvar er þá reikningsmunurinn fal-
inn?! Já hvar er hann falinn?!« Þó þessi orð séu ekki mörgr
þá hitta þau einmitt naglann á höfuðið, því þau sýna ljós-
lega, að reikningarnir voru svo óglöggir, að ekkert var á
þeim áð byggja, og að þeir sem áttu um þessi mál að
fjalla höfðu enga hugmynd um þau, sem líka kom æ betur
og betur í Ijós. Sérstaklega tekur Jón Sigurðsson það
fram, að hvergi sjáist leigur af andvirði seldra konungs-
jarða, en þær nemi þó fullum 122,000 dala, »að ótöldum
stólagóssum«, og loks tekur hann það fram, að alþýða úti
á íslandi álíti, að konungur gefi af náð sinni svo og svo
mikið til ýmissa fyrirtækja og einstakra manna, en það
sé hégóminn einber.
j nokkur ár hélt hann áfram að birta reikningana
með ýmsum athugasemdum sem leiddu til þess, að reikn-
ingarnir urðu altaf gleggri, þó reyndar færi hægt.
Jafnskjótt sem Islendingar fóru að heimta sjálfstjórn,
----¥—‘---- :•
‘) Ný Félagsrit IY. árg., bls. 112.