Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 104
200 Jón Sigurðsson sem stjórnmálamaður.
Islands hálfu yrði goldið til almennra ríkisþarfa 20. þús^
dalir1).
Þessar kröfur Jóns Sigurðssonar, sérstaklega krafan
um skaðabætur fyrir einokunina, þóttu Dönum fjarri öllu
lagi og ósvífnar, og margir voru þeir hér á landi, sem
litu sömu eða líkurn augum á þetta mál, og álitu, að hann
hefði beint spilt fyrir Islandi með þessari frekju, og að
ísland hefði bæði fengið fyr stjórnarskrá og tillagið, og
hið síðara betur úti látið, en reyndin varð á, hefði hann
ekki vakið bæði gremju og óhug hjá Dönum. Það er nú-
sjálfsagt, að reikningur fyrir tap á einokuriarverzluninni
verður aldrei annað en handahófsreikningur, þó Jón Sig-
urðsson auðvitað rökstyddi þá kröfu, eins vel og föng
voru bezt til. Það eru ekki til þær skýrslur urn verzl-
unina á einokunartímabilinu, að hægt sé að sýna ágóðann
með nákvæmum og ábyggilegum tölum, en það er þó
alveg víst, að ágóðinn af verzluninni var feikna mikill fyrir
Danmörku í heild sinni, og að sama skapi var tapið fyrir Is-
land fjárhagslega séð, en þó er þá ótalið hið feikna mikla tap,
sem Island varð fyrir í mentunarlegu, menningar- og sið-
ferðislegu tilliti, og það tap verður ekki í krónum talið.
Þegar einokunin komst á, var ísland enn í talsverðum
blóma, manndáð ríkti þá enn í landinu og gamall höfðingja-
bragur; velmegun var talsverð og fólkið ókúgað, vel hús-
aðir bæir ekki einungis á höfuðbólum, heldur líka víðar..
En hvernig var svo þetta í lok einokunartímabilsins ?
Landið þá komið í svo mikla niðurlægingu, að það hefir
aldrei, síðan það bygðist, fallið eins djúpt, og er jafnvel
ekki enn búið að ná sér aftur; alþýðan var kúguð og;
sárfátæk, og fáir í landinu sem höfðu hug til nokkurra
framkvæmda, og allir eða flestir búnir að gleyma fornum
réttindum landsins, og það orðið að háði og spotti í aug-
um útlendinga. Þó þetta tap verði ekki metið til peninga,
þá er þó sanngjarnt, að einhverjar bætur komi fyrir, og
*) Alþ.tíð. 1865 II, bls. 26—85; álit Jóns Sigurðssonar sérstaklega.
bls. 59—84.