Skírnir - 17.06.1911, Blaðsíða 94
190
Jón Sigurðsson sem stjórnmálamaður.
halda þann sáttmála meðan konungur og hans arfar héldu
sáttmálann1). Ef nú Danakonungur afsalaði sér einveldi
sínu á íslandi, sem væri viðurkent, »hvernig sem það
væri á komið«2i þá yrði »ómögulegt að stjórna íslandi frá
Kaupmannahöfn á sama hátt, sem hingað til, nema svo
sé, að skjóta eigi loku fyrir alia framför landsins framar
en nú er«3). Það þyrfti því að setja landsstjórnarráð á
Islandi, sem standi fyrir allri stjórn þár á aðra hliðina,
en á hinn bóginn leiti um öll stórmæli úrskurðar kon-
ungs; í Höfn þyrfti »íslenzkan mann, sem hafi skrifstofu
undir sér, og gegnum hann ætti öll íslenzk mál að ganga
til konungs eða annara. Ef menn vildu haga þessu svo,
að í stjórnarráðinu væru ávalt fjórir: einn landstjóri eða
jarl og þrír meðstjórnendur, en einn af þessum þremur
væri til skiptis í Kaupmannahöfn, sem forstöðumaður
hinnar íslenzku skrifstofu, sýnist sem það mætti vel fara«3).
Hér eru ekki einungis í skýrum dráttum mörkuð þau
grundvallaratriði, sem Islendingar hafa aliajafna haldið
fram í hinni löngu baráttu við Dani, heldur er hér haldið
fram því fyrirkomulagi, sem ekki er enn fyllilega á komið,
en sem alþingi í ár (1911), 63 árum síðar, heldur að nokkru
leyti fram. Að vísu eru þeséi atriði um réttindi landsins
að eins stuttlega sett fram í þessari grein, og án frekari
röksemdaleiðslu, en Jón Sigurðsson hefir síðar sannað mál
sitt margsinnis í sínum ágætu og mörgu ritgerðum í Fé-
lagsritunum, með ítarlegum nefndarálitum á þinginu, því
þótt þau séu rituð af öðrum, sum þeirra, eru þau
þó sannarlega rituð eftir hans innblæstri, og ekki sízt
í hans nákvæmu og vísindalegu ritgerð um stöðu Islands
í ríkinu, sem var svar gegn ritgerð prófessors I. E. Lar-
sens um sama efni, og sanna átti, að söguleg réttindi hefð-
um vér ekki til að stjórna oss sjálfir. Það er því alveg
víst, að það er Jón Sigurðsson og enginn annar, sem hefir
fyrstur framflutt þær kenningar, sem vér höfum alt af
*) Ný Félagsrit VIII, bls. 12. 2) sst. bls. 16. 3) sst. bls. 17.